— GESTAPÓ —
William H. Bonney
Óbreyttur gestur.
Saga - 2/12/06
Frú Brynfríður Bjarman tekur líf sitt III

Frú Brynfríður veit að öllu er lokið. Hún veit að samband hennar við hr. Bjarman verður aldrei samt. Jafnvel þó þau mundu ræða málin, en þau er ekki þess háttar fólk sem ræðir málin, þá er eitthvað dáið. Samband hennar við börnin er líka dáið. Móðir sem sefur milli þess sem hún grætur og stundar ofsafengna sjálfsfróun er ekki mikið betri en móðurleysi. Hún veit líka að börnin eru á þeim aldri að þau bíða þess aldrei bætur. Þessir mánuðir sem hún hefur verið innihaldlaus skurn, tilfinningaleg rúst, lokuð og köld, munu, og hafa, sett mark sitt á börnin. Frú Brynfríður er flak, skuggi þess sem hún eitt sinn var, hún getur ekki farið og hún getur ekki verið. Ekkert hjónaband, engin börn og engir vinir, því að allir elska kokálinn sem fer en enginn elskar kokálinn sem er situr eftir.

Þessa dagana hefur frú Brynfríður ekki einu sinni orku eða hugarstyrk til að plana hrottafengið brotthvarf hinnar konunnar úr þessum heimi. Til hvers? Það koma bara aðrar konur.
Frú Brynfríður á enga hugsun eftir sem nægir henni til huggunar. Enga hugsun sem getur fleytt henni á vit dagdrauma. Ekkert.

En þannig er það ekki í dag.
Í dag er frú Brynfríður kona með hugmynd. Hún er kona með stefnu, markmið, áfangastað.
Í dag ætlar frú Brynfríður að deyja.

Með ákveðnu, hröðu göngulagi ungrar, sjálfsöruggrar konu sem veit hvað hún vill, göngulagi sem frú Brynfríður hefur ekki brúkað í tíu ár, stormar hún út í bílskúr. Hún er fljót að finna það sem hana vantar. Fer aftur inn í húsið með flunkunýtt, ofursterkt reipi.

Það er krókur í miðju stofuloftinu. Hann hefur verið þar síðan Bjarmansbörnin voru viljalausar sálir, litlir apakettir sem héngu hjálparvana í hoppurólu mestallan daginn. Nú er frjáls vilji Bjarmansbarnanna farinn að segja til sín og rólan löngu horfin en krókurinn er þarna enn.

Í dag er góður dagur til að deyja. Börnin eru hjá móður Brynfríðar, sem raunar lyktaði talsvert þegar hún fór með þau þangað um morguninn. Oh jæja, þetta eru skýr börn og bjarga sér.
Birtan er falleg og veðrið gott. Dimmt, kalt en stillt. Þegar hr. Bjarman kemur heim sér hann fyrst bara útlínur konu sinnar þar sem hún hangir úr rólukróknum í loftinu, því það skyggir snemma í dag. Svo kveikir hann ljósin og sér allt.
Enginn kveðjumiði samt. Nei, hr. Bjarman má kveljast í vafa og óvissu, rétt eins og hún hefur gert.

Þetta er hin fullkomna hefnd og frú Brynfríður er bara nokkuð ánægð með sig þegar hún klæðir sig í svörtu, teinóttu dragtina sína. Aðeins þröng yfir rassinn en annars fín. Því næst farðar hún snoturt en eilítið hrukkótt andlitið og reynir að maka einhverju sulli yfir svarta baugana sem núorðið eru alltaf undir augunum. Eina sem henni þykir miður er að geta ekki séð svipinn á hr. Bjarman þegar hann kemur að henni...

Já, í dag er góður dagur til að deyja.

   (7 af 10)  
2/12/06 14:01

B. Ewing

Minnir óneitanlega á sögulok nýlátinnar fyrirsætu.

2/12/06 14:01

krossgata

Ég tek eftir því að frú Brynfríður er ekki dáin enn. Er enn von?

2/12/06 14:02

William H. Bonney

Er ekki alltaf von, eða hvað?

2/12/06 15:01

Ísdrottningin

Kokkáll = alls þrjú k.

2/12/06 15:01

William H. Bonney

Já, vitaskuld, mun samt ekki breyta þessu að sinni. Annars er gott að fá ábendingar og leiðréttingar séu þær settar fram á kurteislegan og vinsamlegan hátt. Þessi var það ekki.

2/12/06 15:01

Jóakim Aðalönd

Gott hjá Brynfríði.

2/12/06 17:01

Heiðglyrnir

Brynfríður lifi, húrra húrra! [Áttar sig og laumast hljóðlega út]

William H. Bonney:
  • Fæðing hér: 25/8/05 18:25
  • Síðast á ferli: 17/4/12 21:42
  • Innlegg: 27
Eðli:
Kemur síðar
Fræðasvið:
Kemur síðar
Æviágrip:
Kemur síðar