— GESTAPÓ —
Tinni
Fastagestur.
Gagnrýni - 31/10/03
Tónleikahelgi

Ísafjörður rúlar!

Jeú! Maður var ansi afkastamikill í tónleikabrölti um helgina. Á föstudagskvöldið var haldið í Iðnó til þess að berja augum, Ísfirskar rokksveitir að viðbættum góðum stuðningsaðilum héðan af s-vesturhorninu eins og Dr. Gunna úr Reykjavík og Sign úr Hafnafirði. Á laugardagskvöldið var síðan haldið á Danskt rokkkvöld á Grandrokk sem var síður en svo slæm upplifun.

Eftir föstudagskvöldið í Iðnó sýnist mér sem svo að á Ísafirði ríði húsum mikil Metalbylgja nú um stundir, a.m.k heyrði ég í tveimur afbragðshljómsveitum úr þeirri áttinni.

Sú fyrri nefndist einfaldlega Reykjavík og bauð upp á líflega sviðsframkomu ásamt mikilli og þéttri keyrslu ogö sá ég ekki betur en að söngvari sveitarinnar væri annar af "The Boys" drengjunum, sonum Halldórs Kristinssonar úr Þrjú á palli, sem voru miklar barnastjörnur í kringum 1990, en það getur vel verið að mér hafi missýnst, en söngvarinn rumdi og stundi í míkrafóninn af bestu lyst og list.

Síðara bandið, The 911´s, var ekkert minna en geggjað, enda þar komin einskonar Íslensk útgáfa af þeirri ástsælu Heavy Metal hljómsveit Motorhead. Meðlimir voru velflestir síðhærðir, sveittir, berir að ofan og með spaðamerkið rækilega tattóverað á annan handlegginn. Allt var þetta síðan vandlega innrammað inn í mikinn og þykkan sviðsreyk sem stjórnað var utan úr sal. Stemmingin reis hvað hæst í uppklappinu þegar sveitin þrumaði "Ace Of Spades" eftir Motorhead yfir lýðinn. Alltaf endurnærandi að hlýða á frumkraftmikla rokktónlist .

Að mínu mati var hápunktur þessa kvölds framlag hins stórkostlega tónlistarmanns Mugison sem bauð gestum upp á tóngerning sem var stórfenglegri en orð fá lýst. Hann kom fram einsamall með kassagítar og með dyggri aðstoð lap-top tölvu sem framan af gekk ekki alveg heil til skógar, en hrökk síðan í gang. Að lýsa tónlist Mugison er mjög erfitt. Hún er fögur og tilfinningarík, en í leiðnni mjög ögrandi og tilraunakennd. Sviðsframkoman var hreint mögnuð og á köflum eiginlega einhvernveginn spastísk og maður fann algjörlega hvernig listamaðurinn var gjörsmlega heltekinn af hugverkum sínum. Í lokalaginu "Poke A Pal" spratt gæsahúðin heldur betur fram þegar sveitungar Mugisons tóku svo vel undir að þeir fengu að klára síðustu laglínurnar og flytjandinn þakkaði hjartanalega fyrir sig með næstum vota hvarma...

Mugison á eftir að sigra heiminn.

   (3 af 8)  
31/10/03 18:01

Coca Cola

og ég sem hélt þetta væri grein um Helga Björns

31/10/03 18:01

Tinni

Helgi lét reyndar sjá sig og maður sá ekki betur en að flasan úr honum þeyttist í allar áttir við undirleik 911´s.

Tinni:
  • Fæðing hér: 16/12/03 09:28
  • Síðast á ferli: 11/5/10 14:58
  • Innlegg: 208
Eðli:
Hnarreistur, heilsinn, heilsugóður og hreinskilinn.
Fræðasvið:
Einskisnýtar staðreyndir, Lifandi myndir, Saungur og hljóðfærasláttur, Möllersæfingar, Síömsk matargerð, sagnaþættir
Æviágrip:
Fæddur, alinn og skólaður á s-vesturhorni landsins. Búinn að vera hérna lengi og á nóg eftir.