— GESTAPÓ —
Tinni
Fastagestur.
Gagnrýni - 4/12/04
9 Söngvar: Óhroði úr andans sorptunnu...

Vond, vond, vond, vond kvikmynd!

Ég bara get ekki orða bundist. Ég held að ég hafi bara orðið vitni að verstu kvikmynd sem ég hef á ævi minni augum litið. Að minnsta kosti hefur maður ekki upplifað viðlíka leiðindi í bíóhúsi í fjöldamörg ár og samt stóðu ósköpin yfir í aðeins tæpar 70 mínútur. Ræman sem nýtur þessa vafasama heiðurs heitir "Nine Songs" eftir Michael Winterbottom og er hún sýnd á Íslensku kvikmyndahátíðinni.

Það sem upphaflega vakti áhuga minn á myndinni var að efniviðurinn lofaði góðu og gat sannarlega boðið upp á byltingarkennd efnistök, þ.e. hömlulaust og einlægt kynlíf milli karls og konu, ekkert dregið undan og allur bældur tepruskapur víðs fjarri . Sumsé, opinská erótík laus við klámið.

Víst ber nóg af þessu þarna fyrir augu, en meðferðin og úrvinnslan á efninu ber vott um gjörsamlegt hæfileikaleysi höfundarins. Löngunin í að búa til ódauðlegt "dogma" listaverk er greinileg, en því miður þá bara tekst það ekki og eftir stendur sorglegur óhroði.

Þessi mynd er eiginlega skólabókardæmi um hvernig á ekki að gera kvikmynd. Við gerð hennar var ekki notast við handrit og því treyst á að framvindan yrði spunninn á staðnum af leikurum og leikstjóra. Við slíkar aðstæður þarf að reiða sig á sannfærandi innblástur og sjálfsprotinn sköpunarkraft. Því miður kviknar aldrei á honum og myndin lullar áfram í dauðans leiðindum.

Upphafskotið sýnir flugvél á leiðinni á norðurpólinn og karlmaðurinn fjasar eitthvað samhengislaust rugl um borkjarna og ástina sína. Þvínæst er skipt yfir á parið í bólförum í vondri og yfirlýstri dagsbirtu-kvikmyndatöku og öðru hvori eru þau sýnd á tónleikum með misskemmtilegum hljómsveitum í Brixton Academy (senurnar með Franz Ferdinand og Michael Nyman illskárstar). Aldrei er gerð nein tilraun til þess að leyfa manni að kynnast persónunum, heldur er bara hoppað upp í rúm í fyrsta skoti og samúð áhorfandans hverfur einhversstaðar eitthvað langt út við sjóndeildarhring allan tímann.
Í ofanálag eru persónurnar einstaklega óáhugaverðar, tuðandi eitthvað taumlaust bull frá eigin brjósti á milli þess sem þau kanna náttúrunnar glímutök. Maður fær bara óbragð í munninn yfir öllu saman.

Hið sorglegasta er að "Nine Songs" langar auðsegjalega að vera eitthvað allt annað og meira en hún er. Átakanleg og vond kvikmyndagerð

   (1 af 8)  
4/12/04 16:00

Ívar Sívertsen

Almáttugur! Ég ætla ekki að sjá þessa mynd! Þetta virðist ekki einu sinni vera góður klammari! Enginn söguþráður og mikið í rúminu er uppskrift að sæmilegasta klammara en þegar þetta er eins og þú lýsir þá held ég svei mér þá að það sé skemmtilegra að lesa Lögbirtingablaðið!

4/12/04 16:00

Galdrameistarinn

Þá er það ákveðið. Ég átti mér von um að þarna væri kanski eitthvað vitrænt á ferðinni, en það er greinilega ekki. Maður þarf hreinlega að komast yfir dönsku stjörnumerkjamyndirnar. Hef ekki séð þær í háa herrans tíð.

4/12/04 16:00

Hakuchi

Viðurkenndu það. Þú fórst á myndina í von um almennilegt klám og varðst fyrir vonbrigðum. Enginn er verri þótt hann sé perri.

4/12/04 16:00

Vestfirðingur

Tinni er ekta töffari. Býr hérna í næsta húsi. Man þegar kellingin vísaði kauða á dyr svo hann varð að kúldrast í Skódanum sínum fram undir morgunn. Hakuchi er ekki sannur listunnandi, það hefur verið mikið kvartað yfir því hérna á Lútnum. Hann getur sjálfur átt sitt pervisna úrkynjunarklám. Sjálfur skjallar hann alltaf Tjúllu og væmnu matarpistlana hennar. "Pantaði hálfan kjúkling og franskar. Löðraði allt í fitu. Minnti mig á Ívar. Gvöð, langaði svo í Schnitzel..." Gjöriði svo vel!

4/12/04 16:01

Tinni

Ef sori er klám, þá er þessi mynd vissulega klám. Ég held að kvikmyndir Ron Jeremy, Traci Lords og John Holmes séu mun metnaðarfyllri menningarviðburðir heldur en tilvist þessarar ræmu.

4/12/04 16:01

Lómagnúpur

Mmm. Schnitzel. Æ hvað ég varð fyrir miklum vonbrigðum í kjötborðinu í Nóvatúni þegar ég bað um snitsel. Fékk einhverja rindilslega kjötleppa sem höfðu verið dregnir í gegnum þykktarhefil og skornir í spað. Svo vogar fólk sér að gera lítið úr tautónískri matargerðarlist!

4/12/04 22:00

Magnús

Kannski er það bara ég en alltaf þegar Vestfirðingur opnar munninn þá skil ég ekki hálfa setningu af því sem hann segir. Hann virðist vaða úr einu í annað á þvílíkum hraða að ég held ekki í við hann. Þetta er frústrerandi.

Tinni:
  • Fæðing hér: 16/12/03 09:28
  • Síðast á ferli: 11/5/10 14:58
  • Innlegg: 208
Eðli:
Hnarreistur, heilsinn, heilsugóður og hreinskilinn.
Fræðasvið:
Einskisnýtar staðreyndir, Lifandi myndir, Saungur og hljóðfærasláttur, Möllersæfingar, Síömsk matargerð, sagnaþættir
Æviágrip:
Fæddur, alinn og skólaður á s-vesturhorni landsins. Búinn að vera hérna lengi og á nóg eftir.