— GESTAPÓ —
Steinríkur
Fastagestur.
Pistlingur - 3/11/04
Mig vantar að fólk tali betri íslensku!

Undanfarnar vikur, mánuði og ár hafa ýmsar málvenjur fólks farið í taugarnar á mér. Í tilefni af málfræðipistli Ísdrottningarinnar ákvað ég að skifa nokkrar línur um það. <br /> Ég veit að ég skrifa og tala ekki fullkomna íslensku en ég á rétt á minni skoðun, og ætla nú að troða þeirri skoðun upp á sem flesta.

Af nógu er að taka, s.s.
Þágufallssýki: Þetta þekkja nú allir svo mér langar ekki að eyða orðum í það.
Nýja þolmyndin: "Það var" + sögn + atviksorð, t.d. Það var hrint honum. Á sums staðar rétt á sér en hljómar oftar en ekki fávitalega í mínum eyrum.
Mig vantar: "Mig vantar að eitthvað gerist". Hljómar eins og bein þýðing á enskri setningu sem byrjar á "I want ...", t.d. titill pislingsins. Hljómar alltaf fávitalega í mínum eyrum - Ég vil/mig langar er nær alltaf skárra.
Y-blynda: Fólk skryfar Y á ólíklegustu stöðum, en I þar sem y á að vera. Lítið við því að gera þar sem íslenskan er flókin, nema kenna fólki y-reglur og beita raflosti þar til viðunandi árangur næst. Menntamálaráðherra var þó ekki tilbúinn að samþykkja tillögur mínar um rafskaut á hvern nemanda, líklega vegna kostnaðar.
Ofnnotkunnn: Það að setja allt of mörg n á ýmsum stöðum. Einfaldar reglur sem margir klikka þó á:
1) Lýsingar-/atviksorð sem enda á "-an" eru ALDREI með tveimur n-um í lokin. Ég gæti skrifað annan, langan pistil um þetta.
2) Þegar orð með einu n-i beygist eru hverfandi líkur á að beygða myndin sé með auka n-i inni í miðju orði.

En það sem fer allra, allra mest í taugarnar á mér er hvernig fólk misnotar sögnina "að versla".

ÞETTA ER EKKI ÞAÐ SAMA OG AÐ KAUPA!

Margir virðast halda að þetta sé fínni útgáfa af sögninni að kaupa, og skipta þeim út án frekari umhugsunar. Oft er talað um að menn hafi verslað sér hitt og þetta, eða að maður geti verslað jólagjafir, eða jafnvel jólainnkaupin, í hinum og þessum búðum.
Meirihluti Íslendinga hefur ágætis þekkingu á ensku og veit að:
kaupa = buy og versla = shop.
Ég hef aldrei heyrt nokkurn mann ruglast á þessu tvennu á ensku (óháð upprunalandi).
Samt sé ég þetta oft skrifað á prenti eða vefsíðum, og heyri útvarpsmenn segja að maður geti verslað geisladiska í Stífunni.

Rétt eins með sögnina að sofa er hægt að bæta við lýsingarorði eða atviksorði, en ekki nafnorði. Maður getur t.d. verslað mikið eða lítið, í Skringlunni eða Sáralind, en maður verslar ekki hluti, heldur kaupir þá!

Eftirfarandi setingar eru því málfræðilega jafngildar:
Rétt: Ég fór að versla í Bógus í dag. (I went shopping in Bogus today.) - Ég fór að sofa í Bógus í dag.
Rangt: Ég ætla að versla mér bók í dag. (I'm going to shop a book today.) - Ég ætla að sofa mér blund í dag.

Ég vona að einhver hafi nennt að lesa þetta til enda, og jafnvel að einhver læri á þessu...

   (7 af 16)  
1/11/04 13:01

Ívar Sívertsen

Ég ætla að lúlla mér í hausinn minn og hafa það lanngann lúr. Er það ekky í lagy?

1/11/04 13:01

Tigra

Sammála.
Mjög sammála.
Ég þoli heldur ekki hvað margir kunna ekki alveg á sögnina að frjósa.
Ég frýs
Ég fraus
Hef frosið

ÉG FROSNAÐI EKKI!

1/11/04 13:01

Kargur

Ég er sammálastur.

1/11/04 13:01

Isak Dinesen

Ég frosnaði, þess vegna er ég kúlaðastur.

1/11/04 13:01

Offari

Fullkomið flott glæsilegt er ég ekki búin að hæla þér næganlega til að geta beðið þig um greiða?
Værir þú til í að spjalla aðeins við Sómastaðakokkinn fyrir mig?

1/11/04 13:01

Holmes

Mig lærði mestast af þessu! og hugsaður þig! Mér kvíddi til að lessa þetta!

1/11/04 13:01

Vladimir Fuckov

Mjög góðar ábendingar. Þess má geta að það fer oft í taugarnar á oss er enskt orðalag kemur í staðinn fyrir íslenskt, jafnvel þó það íslenska sje styttra. Besta dæmið þessa dagana er á meðan í staðinn fyrir en.

Þetta finnst oss miklu verra en eitt og eitt tökuorð, sjerstaklega er tökuorðið kemur í stað misheppnaðs nýyrðis - oss finnst 'myndbandsupptökuvjel' t.d. afleitt orð og vídeómyndavjel mun skárra.

1/11/04 13:01

Limbri

Nú bráðvantar fólk sem talar dönsku !

-

1/11/04 13:01

Galdrameistarinn

Nu forstor jeg ikke. Det er smukk.

1/11/04 13:02

blóðugt

Fínt félagsrit Steinki.

[springur úr hlátri yfir innleggi Limbra]

1/11/04 13:02

gregory maggots

Fyllilega sammála. Fólk sem ,,verzlar" hluti hefur löngum farið í taugarnar á mér líka.

1/11/04 13:02

Heiðglyrnir

Er þetta ekki bara enn ein leið til ritstýringar, þoli ekki svona stafsetningar-fasisma, reglur eru ömurlegar og bara til að brjóta þær...hahahahahahahahaha
.
[Fasista-Montrassgatið]

1/11/04 13:02

voff

Gott er að mun að ef hægt er að setja orðið ennþá í staðinn fyrir enn þá eru tvö nn, annar bara eitt.

"En mig langar í snúð"

"Ertu ekki enn búinn að éta snúð."

1/11/04 14:00

Günther Zimmermann

Þágufallssýki heitir víst þágufalls,,hneigð" hjá HÍ-álfunum nú til dags. Og þeim finnst hún ekki vitlaus, heldur þróun; eða eitthvað álíka gáfulegt.

1/11/04 14:00

Bægifótur

Í taugarnar fer hjá mér þega mannanöfn eru ekki fallbeygð. S. br.:
Ég verð hjá Guðný í nótt.
Ég er ekki hrifin af Davíð Oddssyni.

1/11/04 14:00

Hundslappadrífa í neðra

Steinríkur, þetta var fínasta félagsrit, ég hafði barasta ekki hugmynd um þetta með að versla. Að mínu viti væri það bara til bóta að setja inn fleirri félagsrit um tengd mál hérna. Ég reyni að tala og skrifa góða íslensku, en veit að það tekst ekki alltaf allveg. Svona félagsrit minna mann á eða benda manni á villur sem eru algengar og þannig getur hver og einn annaðhvort leiðrétt sig eða aðra. Ein fyrirspurn, er hérna málfræðifyrirspurnarþráður? Stundum er ég ekki viss um eitthvað og þá væri gott að geta spurt fróðari menn og konur.

1/11/04 14:00

Ívar Sívertsen

Já og eitt sem mér finnst neikvæð þróun í íslensku máli sem fjölmiðlar hafa því miður tekið upp og það er að ef einhver gengur sjálfviljugur á vit feðra sinna þá er nú orðið talað um að hann hafi tekið sitt eigið líf. Hvað gerði hann við það? He took his own life. Gott og vel, þetta hljómar sæmilega á ensku en afskaplega kjánalega á íslensku. Hvað varð um að fremja sjálfsvíg eða að falla fyrir eigin hendi? Forðumst að Íslenskan verði að Ísl-ensku!

1/11/04 14:00

Ísdrottningin

Frábært félagsrit kæri Steinríkur.
Ég er fyllilega sammála öllu sem þar kemur fram og hæstánægð með að vera ekki eini ,,málfarsráðunauturinn" á staðnum [ljómar upp]
Ívar: Varðandi þetta ólánlega orðalag, þá eru það prestarnir sem ráðleggja aðstandendum að segja þetta akkúrat svona í þeim tilgangi að fá fólk til að vera ekki með frekari spurningar (sérstaklega spurningar um hvernig það var framkvæmt).

1/11/04 14:00

Sæmi Fróði

Góður pistill. Hjartanlega sammála.

1/11/04 14:01

Steinríkur

Ég hélt alltaf að það að falla fyrir eigin hendi tengdist sjálfsfróun.
Var Hann féll fyrir eigin hendi... ekki nafnið á ævisögu Öskjuhlíðarrunkarans? [klórar sér í höfðinu]

1/11/04 14:01

Ugla

Djöfull eru eitthvað dörtí í dag Steini minn!
Haltu áfram...[slefar..]

1/11/04 14:01

voff

Ævisaga Öskjuhlíparrunkarans!? Hvaða forlag gaf hana út? Og seldist hún eitthvað? Að vísu er þetta vafalaust forvitnilegri bók en "Ein á Forsetavakt" eða "Sendiherrafrú segir frá", en samt spurning hverjir gefa svona bók í jólagjöf. Og gaman væri að sjá svipinn á þeim sem fá slíka bók í jóagjöf.

1/11/04 14:01

Texi Everto

"Ég vild'ég sæti uppí Öskjuhlíð,
einn í friði'og spekt"

...og svo segir maður "Mér vantar að fólkin tali betri Íslendíngsku!"

1/11/04 14:01

Nornin

Það kviknar í hlutum en það kveiknar ekki í neinu!

1/11/04 14:01

Ívar Sívertsen

Ísdrottning: Þó svo að prestar noti þetta orðalag þá er það ekkert gáfulegra fyrir það. Við eigum fullgild orðasambönd sem hafa sama gildi.

1/11/04 15:00

Sundlaugur Vatne

Gott hjá þér, kæri Steinríkur.
Það er líka mjög slæmt þegar fók beygir ekki nöfn fyrirtækja. T.d. er rétt að segja: Það fæst í Byggðu og búnu eða: Ég keypti það í Gripnu og greiddu.
Svo er áhyggjuefni hvað fólk er farið að nota persónufornafnið" þú" í óeiginlegri merkingu upp á enskan máta í stað "maður".
Sbr.: "Já, en þig langar ekkert að í leikfimi þegar þú ert nýbúinn að borða" þegar betra er að segja: "Já, en mann langar ekkert í leikfimi þegar maður er nýbúinn að borða". Nema það sé hreinlega verið að tala um viðmælanda.

1/11/04 16:00

Albert Yggarz

"slátra nokkrum köldum"

3/12/06 17:01

Billi bilaði

[Hugsar stýft um Ofnnotkunnninna] Þessu klikka ég örugglega oft á.

10/12/07 05:01

Wayne Gretzky

Billi

Steinríkur:
  • Fæðing hér: 10/8/03 14:57
  • Síðast á ferli: 22/2/21 21:45
  • Innlegg: 117
Eðli:
Fullkominn. Eða í það minnsta fullkomlega hnöttóttur.
Fræðasvið:
Bautasteinar, mjöður og villigeltir.
Æviágrip:
Getinn af Heilögum Anda, fæddur af Maríu mey; leið undir valdi Pontíusar Pílatusar, var krossfestur, dáinn og grafinn, sté niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum.

Nei annars - það var víst ekki ég...