— GESTAPÓ —
Steinríkur
Fastagestur.
Dagbók - 1/11/04
Tékkland

Fyrir 2 vikum hætti ég í vinnunni og stakk af til Búðapest í skemmtiferð. Þar var leigður bílaleigubíll og brunað til Tékklands, í bjór og Bat'a.<br /> 6 dagar, 1800 kílómetrar, mikil menning, endalaust gaman.

Í Búðapest tók frúin á móti mér, en ég geymi hana þar þangað til dvalarleyfið kemur í gegn.

Fyrstu dögunum eyddum við í Búðapest, en á sunnudeginum fengum við afhenta Fíat-lús sem átti að nota til fararinnar. Eldsnemma á mánudagsmorgni var svo lagt af stað til Tékklands með stuttu stoppi í Slóvakíu. Fyrsta tilraun til að komast inn í landið gekk ekki sérstaklega vel en í þetta skipti var okkur veifað áfram af landamæravörðunum án þess svo mikið sem líta á vegabréfið.
Fyrsta stopp í Tékklandi var Brno. Þar var rölt um miðbæinn, keyptir dýrindis ávextir á útimarkaði og leðurskór fyrir slikk.
Frá Brno var farið til smábæjarins Moravský Krumlov að skoða verk snillingsins Mucha og 50 fm málverkin hans. Vegfarandi sagði okkur að safnið væri lokað þann daginn svo að við ákváðum að gista í bænum. Hótelið á torginu var reyndar lokað vegna konstrukcije. Eftir klukkutíma rúnt, spurningar og bendingar í allar áttir komumst við að því að vegfarandinn sem við stoppuðum við safnið var sennilega sá eini í bænum sem talaði "útlensku", gáfumst upp og gistum í Ivancice, fæðingarbæ Mucha.
Morguninn eftir fórum við á safnið góða og fundum loksins þetta helv... gistiheimili. Síðan var bensín- og matarstopp í
Jihlava þar sem við uppgötvuðum Bat'a skóbúðir og ég keypti leðursandala fyrir slikk.
Síðan var brunað til Kutná Hora að skoða bein og að lokum gist í Prag. Þriðja deginum var svo eytt í Prag, þar sem ég keypti Bat'a leðurskó fyrir slikk.
Á fjórða degi var mikið ekið milli 6 bæja, og sáum við m.a. ævintýrabæinn Ceský Krumlov og heimkynni Budweiser Budvar, þar sem ég keypti Bat'a leðurskó fyrir slikk.
Á fimmta degi vöknuðum við í Znojmo, þar sem við keyptum alls konar góðgæti á útimarkaði og Bat'a leðurskó fyrir slikk.
Þaðan var farið til Vínar og að lokum gist í Ungverska bænum Sopron.

Á sjötta degi heimsóttum við svo klaustrið í Pannonhalma og ókum á 150 til Budapest til að skila bílnum á réttum tíma. Þar var síðan slakað á næstu daga, þangað til ég flaug heim á mánudegi.


   (8 af 16)  
1/11/04 03:02

Limbri

Ég er svo aldeilis hissa.

-

1/11/04 03:02

Lopi

Snilldarfrásögn. Ég komið þarna líka. Prag er frábær. Þinghúsið í Búðapest engu líkt.

1/11/04 04:00

Jóakim Aðalönd

Hvað hefurðu að gera við alla þessa skó? Annars skemmtileg frásögn.

1/11/04 04:00

Sæmi Fróði

Þetta hefur verið ævintýri. Mig grunar að sagan sé ekki öll, segðu okkur frá meiru.

1/11/04 04:01

Ugla

Hvað segirðu... varð konan eftir..?
Ertu þá bara einn heima núna eða...?

1/11/04 04:01

Litli Múi

Ertu voðalegur skóböðull sem ferð með eitt skópar á dag ?

1/11/04 04:01

Steinríkur

Lopi - konan býr einmitt 100 metra frá þinghúsinu og ég fór loksins í skoðunarferð um það í þessari ferð. Magnað helvíti.

Jókaim/Litli Múi - Þetta er hugsað til örlítið lengri tíma. Ég hef í rauninni aldrei fundið vandaða leðurskó sem:
A) Smellpassa.
B) Líta vel út.
C) Eru þægilegir.
D) kosta 1400-2400 kr.

Sæmi - heldurðu að ég nenni að segja frá öllum bjórnum, "lókal" veitingastöðunum og gistihúsunum, smábæjunum, vandræðunum við að finna rétta veginn út úr Vín og þegar tékkneska löggan setti klemmu á bílinn og heimtaði stórfé (~700 ÍSK) fyrir að fjarlægja hana og öllu hinu.
Það væri efni í langa (og mjög leiðinlega) bók.

Ugla - ömmm... ja... *hóst* reyndar... [Roðnar óstjórnlega og borar annarri stórutánni ofan í gólfið] Þú ert nú meiri dóninn... *blikk*

1/11/04 05:01

Sæmi Fróði

Það gæti orðið skemmtilegur pistill, þó bókin yrði leiðinleg!

Steinríkur:
  • Fæðing hér: 10/8/03 14:57
  • Síðast á ferli: 22/2/21 21:45
  • Innlegg: 117
Eðli:
Fullkominn. Eða í það minnsta fullkomlega hnöttóttur.
Fræðasvið:
Bautasteinar, mjöður og villigeltir.
Æviágrip:
Getinn af Heilögum Anda, fæddur af Maríu mey; leið undir valdi Pontíusar Pílatusar, var krossfestur, dáinn og grafinn, sté niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum.

Nei annars - það var víst ekki ég...