— GESTAPÓ —
Bara ég!
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 2/12/04
Játning perverts

Karlmenn taka stærstu ákvarðanir lífs síns með hjálp ónefndra(og ónefnanlegra) líffæra í stað þess að ráðfæra sig við stóra kynfærið á milli eyrnanna. Komst að því fyrir stuttu að ég er ekkert skárri.

Maðurinn minn og vinkonur mínar eru alltaf að gagnrýna mig fyrir úreltan og slappan tónlistarsmekk. Það er satt, ég er ekkert að leggja mig niður við að finna út hvað er vinsælast hverju sinni og ég eltist ekki við nýjungar í bransanum. Ég er nógu gömul (þroskuð) til að mega hlusta á eitthvað sem var í tísku fyrir 10-15 árum síðan og ég verð mér ekki að athlægi í partíum þó ég biðji um að Stones, Dylan eða Prince séu settir á fóninn.

Svo fór ég að hugsa, af hverju líkar okkur við suma tónlist og aðra ekki? Hef verið að gera rannsóknir á sjálfri mér og komst að þeirri uggvænlegu niðurstöðu að mér líkar við þá tónlist sem brjóstin á mér kunna að meta! Það sem ekki hefur áhrif á þau (þið vitið væntanlega hvernig áhrif ég meina) og það sem fær ekki hárin í hnakkanum til að rísa, ja, það einfaldlega er ekki tónlist að mínu skapi! Þetta getur svo verið alls konar tónlist; einstaka bítlalag, Eminem, Dandy Warhols, Beethoven, Mozart, George Michael, Elton John, Dylan, Kate Bush, Led Zeppelin, Nickleback, David Lee Roth eða bara hvað sem er(engin eðaltónlist endilega). En til þess að tónlist komist í virkilegt uppáhald þá verður hún að hafa þessi tilteknu líkamlegu áhrif!

Er ég bara ruglaður pervert? Kannast einhverjir/ar fleiri við þetta? Á hverju byggist val okkar á tónlist og af hverju hefur tónlist mismunandi áhrif á okkur?

Gaman að vera loksins komin hingað!

   (5 af 5)  
2/12/04 01:01

Jóakim Aðalönd

Já, þú ert pervert. Persónulega hlusta ég á fátt annað en það sem var í tízku fyrir 200 til 300 árum síðan. Svo má finna skemmtileg lög frá gamla rokktímabilinu, en þeim fer fækkandi því nær sem dregur okkar tíma. Því miður.

2/12/04 01:01

Limbri

Brjóstin á mér kippast sjaldan við. En ég "mjólkaði" smá þegar ég heyrði Street Spirit með Radiohead í fyrsta skipti.

-

2/12/04 01:01

Nornin

Ég er sammála "bara ég!" (sem er kannski frænka "Er ég vitleysingur?")
Sú tónlist sem mér finnst yfirleitt best er sú sem hefur kynferðisleg áhrif á mig... sama þótt hún sé korní... Mörg lög finnast mér samt góð án þess að þau virki örvandi...

(Bolero finnst mér t.d. einstaklega eggjandi og er víst ekki ein um þá skoðun)

2/12/04 01:01

Þarfagreinir

Alveg hreint mögnuð uppljóstrun. Þessu hef ég aldrei pælt í.

Og já Norn ... þú ert ekki ein á báti hvað Bolero varðar.

2/12/04 01:01

Ívar Sívertsen

Limbri: Já, það er hrikalega flott lag! Ég fékk kökk í hálsinn!

2/12/04 02:00

hundinginn

Sko bara jeg. Twisted með Skunk Anansie, þeirri ísmegilegu fryggðar-spíru fær mig til að blotna. Svo þú ert ekki ein um þetta en að vísu gerist ekkert með geirvörturnar, nema að þær ertast við að strjúkast við bolinn er jeg dansa sveittur.

2/12/04 02:01

Gvendur Skrítni

Þetta er magnað, hvernig virkar þá svona Cobra-fakíra tónlist á þig?
Annars mæli ég með Air í G(Bach), Canon í D(Pchelbel), Bergamasque svítunni (Debussy), Adiago í G(Alpinoni) og svo auðvitað Píanósónötu nr. 14 í C moll (Beethoven)

2/12/04 02:02

Nornin

Klassísk tónlist getur nefnilega verið mjög eggjandi. Og flest öll tónlist sem er með miklum bassa og þéttum takti er getnaðarleg...

Bara ég!:
  • Fæðing hér: 25/1/05 17:44
  • Síðast á ferli: 13/11/06 09:53
  • Innlegg: 29