— GESTAPÓ —
Bara ég!
Óbreyttur gestur.
Saga - 6/12/04
Þjóðrækni - samtal við Fransmann...

Hitti áðan frakka á netinu og ætlaði nú aldeilis að fræða hann um land og þjóð, hér á eftir fer það sem okkur fór á milli:

F: Iceland, hvað er svo verið að gera Í Iceland?

Ég: Oh, ekki mikið, var að klára ævisögu helstu þjóðhetjunnar okkar.

F: Þjóðhetju? Svona eins og Robbespierre, Ghandi? Ha?

Ég: Ja, ekki alveg kannski. En hann varð til þess að við losnuðum undan yfirráðum konungsins.

F: Jáhá, var þetta mjög vondur konungur? Fjöldaaftökur? Píndi ykkur í hermennsku? Lokaði ykkur í kassa og lét geitur sleikja á ykkur iljarnar? Ha? Við gerðum það sko í Afríku.

Ég: Nah, ekki beinlínis sko, en við vorum látin borga skatt, reyndar minni skatt en hinar nýlenduþjóðirnar en hann seldi okkur sko stundum gamlar kartöflur.

F: Aha (greinilega ekki mjög sjokkeraður yfir geypilegri grimmd þessa vonda kóngs). Og hvernig bjargaði hetjan ykkur?

Ég: Hmmm...hann sko mótmælti.

F: Hverju mótmælti hann? Þrældómi? Skattpíningu?

Ég: Ha, nei, hann mótmælti eiginlega ólöglegum fundarsköpum.

F:Hvernig mótmælti hann svo? Brenndi byggingar? Byggði fallexi? Skaut embættismenn?

Ég: Nei, reyndar ekki, hann eiginlega sagði bara að hann mótmælti.

F: (Ekki upprifinn) nú, og hvað gerði hann fleira?

Ég: Hann var ritstjóri líka sko...

F: Núnú, ódauðleg pólítísk verk? Eins og Macchiavelli? Locke? Voltaire?

Ég: Neiii, þetta var nú eiginlega meira svona tímarit. Held það lesi það enginn í dag sko...(roðna ógurlega)

F: Og þetta er þjóðhetjan ykkar? (veltir greinilega fyrir sér hvernig restin af Íslendingum sé)

Ég: (reyni í örvæntingu að finna eitthvað sem heillar þennan franska uppskafning....leita og leita...) Huh, jú hann var víst með siffa kallinn!

F: AHA... frakkinn loksins upprifinn yfir því að þessi ,,hetja" eigi eitthvað sameiginlegt með öðrum hetjum.

Ég: (logga mig hljóðlega út af netinu og leyni skömm minni).

   (4 af 5)  
6/12/04 02:02

Hakuchi

Frábært samtal sem afhjúpar okkar miklu sjálfstæðishetju. Hans mögru 'hetjudáðir' segja reyndar mun meira um ræfildóm samtíðarmanna hans en um hann sjálfan.

Það er hins vegar löngu kominn tími til að bæta smá kjöti á þjóðfrelsishetjur eyjunnar. Við ættum að sammælast um að koma svolitlu fútti í sjálfstæðisbaráttuna, bætt við nokkrum blóðugum orrustum við Dani víðs vegar um landið, logið því til að Jón hafi verið leiðtogi andspyrnuhreyfingar í anda Garibaldis og þess háttar. Það yrði fín saga.

6/12/04 02:02

Isak Dinesen

Hin ágætasta saga.

6/12/04 02:02

Limbri

Já, þessu hafði ég ekki spáð í. Gott að fá þetta svona klippt og skorið.

-

6/12/04 03:00

krumpa

Já, er þetta ekki nokkuð gott hjá mér bara? Samt skondið að sjá hvernig er farið í manngreinarálit hér, þannig fæ ég margfalt meiri athygli þegar ég skrifa sem ég heldur en einhver annar...magnað!

6/12/04 03:00

Ugla

Úpps... enn og eftur er ég búin að pisssa í mig af hlátri!
Æ þetta þornar nú fljótt þegar ég labba heim í sólinni.

6/12/04 03:01

Isak Dinesen

Jæja krumpa? En þú sérð þá hverjir eru minnst fordómafullir hér.

Hin skemmtilegasta tilraun.

6/12/04 03:01

krumpa

Já, það er sko greinilegt...híhí...alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt samt.

6/12/04 03:01

Albert Yggarz

Má ég benda á http://www.baggalutur.is/islsaga/

6/12/04 03:01

Vatnar Blauti Vatne

Jón Sigurðsson, sómi Íslands, sverð þess og skjödur, á ekki skilið svona svínarí! Hrmpf!

6/12/04 03:01

krumpa

Hmm...þetta er ekkert svínarí - bara kaldur sannleikurinn. En hann getur víst verið sár...

6/12/04 03:01

Vatnar Blauti Vatne

Svínarí eða ekki svínarí. Þetta er ljótt grín og svertir álit Íslands og Íslendinga.

6/12/04 03:01

krumpa

ojojoj - leiðinlegt að sverta þessa mikils metnu og virtu þjóð á alþjóðavettvangi - með SANNLEIKANUM...

Bara ég!:
  • Fæðing hér: 25/1/05 17:44
  • Síðast á ferli: 13/11/06 09:53
  • Innlegg: 29