— GESTAPÓ —
Skarlotta
Nýgræðingur.
Pistlingur - 1/12/04
Ofurkonur eða ekki ?

Ég fór á kaffihús með vinkonum mínum um daginn. Tvær af þeim eiga börn, ein á tvö fósturbörn og ein átti fósturbarn með sínum fyrverandi og svo ég sem á engin börn eða fósturbörn. En umræðan fór eitthvað að snúast um blessuð börnin og fékk mig til að hugsa mikið um þessa hluti.<br />

Sú sem á fósturbörnin tvö býr með sjómanni svo börnin hans eru bara hjá þeim þegar hann er heima, hún sagði að það væri allt í lagi að þau kæmu til að búa hjá þeim ef maðurinn hennar mundi hætta á sjó því hún ætlaði ekki að vera ein með þau.
Önnur sem á eitt barn og býr ekki með föður barnsins en er nýlega farin að búa með nýjum manni sagði að hennar barn væri farið að kalla nýja manninn pabba og henni fannst það slæmt þar sem þau voru búin að vera stutt saman. Hin sem á eitt barn býr með barnsföðurnum og hún sagði að ef þau mundu skilja þá vildi hún alls ekki að einhver önnur kona væri með barnið sitt það væri þó í lagi að pabbinn tæki barnið sitt en ekki konan hans. En þessi sem var í sambandi við mann sem átti barn og er hætt með honum var mikið ein með það barn og voru orðin mjög góð tengsl á milli þeirra, og lenti hún í því um daginn að barnið bauð henni í afmælið sitt í staðinn fyrir föðurnum en þau tvö geta ekki verið í sama herbergi lengur svo það varð að velja á milli pabba síns eða fyrverandi konu hans og valdi hana.

Ég fór að hugsa um tengsl móður og barns þegar ég hlustaði á þessar samræður og rifja upp það sem maður hefur heyrt um ævina varðandi hvað mæður gera fyrir börnin sín. Þær breytast í einhverjar ofurkonur þegar börnin þeirra eru í hættu og hafa ótakmarkaða krafta til að bjarga þeim úr hættunni, allar mæður vernda sín börn.

Þær hafa ótrúlega gott lag á því að lækna hina ýmsu hluti eins og sár, ef þær kyssa á það þá lagast það og börnin hætta að gráta, ef þau geta ekki sofið þá er svo gott að skríða upp í til mömmu og hún sér til þess að maður sofnar vært.

Ég er ekki að segja að móðir sé alltaf góð við barnið sitt en sem betur fer er nú mikill meiri hluti sem hagar sér sómasamlega og elur börnin sín upp á hamingjuríku heimili.
En því miður eru sumar sem gera þetta ekki eins vel og þá af mismundandi ástæðum, eins og t.d. vegna veikinda, fíknar og fl.
Auðvitað eru feður svo líka tilbúnir að gera allt fyrir börnin sín en mér finnst ég ekki heyra eins oft um þessi sterku tengsl hjá þeim, það er jú þannig í flestum tilvikum að börnin alast meira upp með móður en föður sökum vinnu og annara hluta.
Svo fylgja börnin jú oftast móðurinni ef skilnaður kemur upp.

En mín pæling er sú breytast konur ekki í ofurkonur ef börnin einhvers annars eru í hættu ? Er þessi rosalega orka og kraftur bara ætluð þeirra eigin börnum ?

   (2 af 4)  
1/12/04 12:01

Skabbi skrumari

Góð pæling... hef reyndar ekki mikla reynslu í þessu, en líklega fer þetta að miklu leyti eftir skyldleika eða annarra banda...

1/12/04 12:01

Hermir

Ég held að konur fái engan orfurstyrk, þær bara loksins nota þann styrk sem þær hafa. Karlar hafa marg oft unnið einnig heljarverk við að bjarga börnum, man ég eftir einu atviki þar sem karl rotaði, með berum höndum, skógarbjörn sem var að ráðast að fjölskyldu. Þetta gerðist í Kanada og var manninum hampað sem hetju í heila 2 daga í smábænum sem hann bjó í.
Konur eru til margra hluta nytsamlegastar en þær eru einna bestar í að vera mömmur, allavegana eru þær betri mömmur en karlar eru mömmur.

1/12/04 12:01

Kuggz

Ég held að ofurkonan hafi dáið út um svipað leyti og guð. Ofurkonur í dag eru ekkert nema fyrirsagnir í þunnildispésum s.s. Veru, að viðurkenna ofurkonuna væri svipað og segja að Séð&Heyrt hafi mátt til að útnefna menn guði í daglegu lífi... hvort tveggja dauðir frasar.

Annars bara gg rit, skál!

1/12/04 12:01

Lómagnúpur

Ég hefi heyrt að konur sem hafa orðið fyrir gammageislun, geti lyft bílum ofan af slösuðum börnunum sínum og fái þá á sig grænleitan blæ.

1/12/04 12:01

Tigra

Ég hef heyrt sögu sem er ekki alveg eins og saga Lómaglúps.. en á það sameiginlegt að þar var kona sem að sá barn sitt slasað undir bíl og lyfti af honum bílnum.
Það á sér hinsvegar eðlilegar líffræðilegar útskýringar þar sem að adrenalínið sem kemur þegar fólk verður hrætt, eykur allan styrk og hraða.

1/12/04 12:01

Nornin

Mér finnast allar mömmur vera ofurkonur.
Ég veit að ég ber í það minnsta ótakmarkaða virðingu fyrir minni móður.
Ég held að ég myndi ekki höndla að eiga börn... allar þessar fórnir!
Ekkert djamm, ekkert ákavíti (nema þegar þau eru sofandi), ekkert stráka stand (sem ég þrífst á), ekki hægt að hanga á Baggalúti allann sólarhringinn, matur verður að vera á einhverjum fyrir fram ákveðnum tíma, bannað að galdra fyrir framan börnin, ekki galdra ljótar hrúðurmyndanir á andlit kennara þeirra ef krakkarnir fá ekki 10 í stærðfræði... listinn er endalaus!!

1/12/04 12:01

Heiðglyrnir

Mikið er þetta skemmtilegur pistill hjá þér Sarlotta mín, hvað varðar spurninguna þína þá heldur riddarinna að allir sem að sjá barn í háska bregðist nánast ofurmannlega við, hverra manna sem blessað barnið er, hvort maður bregðist ekki en ofurmannlegra við þegar um manns eigin börn er að ræða er ekki hægt annað en að viðurkenna, það er bara þannig.
En varðandi tengsl feðra og mæðra við börnin sín, þá tel ég fyrir mitt leyti að þau séu í langflestum heilbrigðum tilvikum jafnsterk, vil í það minnsta álíta að svo sé í mínu tilviki.

1/12/04 12:02

Hexia de Trix

Nú hef ég reynt það á eigin skinni hvernig tilfinningarnar breytast við að verða móðir. Það er ekkert skrýtið að maður fórni öllu fyrir blessuð krílin. Maður verður miklu tilfinninganæmari og fer að skæla yfir væmnum atriðum í lélegum sápuóperum, bara svona sem dæmi.
En svo er annað sem kemur á móti þessari ofur-tilfinningasemi: Stundum langar mann hreinlega að slengja afkvæmunum utan í vegg. Ég veit það hljómar hræðilega, ég heyrði þetta fyrst áður en ég varð móðir og ég saup hveljur... en ég hef margoft fundið fyrir þessari þörf síðan. Þörfin birtist þegar barn hefur haldið móðurinni vansvefta í marga mánuði eða jafnvel ár. Sem betur fer hef ég aldrei látið undan þessari þörf... ennþá.

Varðandi að bjarga barninu sínu með ofurmannlegum kröftum, alveg skal ég trúa því þó ég hafi blessunarlega aldrei þurft á því að halda. Ég myndi reyna að lyfta Hallgrímskirkju ef barnið mitt væri fast undir henni! Það er nefnilega mergurinn málsins: Þegar barnið manns er í hættu þá hverfur öll rökhugsun, maður hugsar ekkert "ég get ekki" heldur "ég verð að reyna".

Svo færi ég Norninni miklar þakkir fyrir ofurkonutitilinn. Vil samt benda Norninni á að ég hef ekki skúrað í marga, marga mánuði...

1/12/04 12:02

Nornin

O... ekki hef ég heldur skúrað lengi... er samt ekki mamma... fallegar konur eiga bara ekkert að þurfa að skúra... það á einhver annar að gera það... á Ívar nokkuð bróður???

1/12/04 12:02

Hexia de Trix

Já reyndar tvo... en treystu mér, þú vilt þá ekki...

1/12/04 13:01

Lómagnúpur

Allir þurfa að skúra. Fegurð er stórlega ofmetin.

1/12/04 13:01

feministi

Hvaða ofurkonu kjaftæði er þetta? Þetta er bara frasi, sem slegið er fram. Annað hvort til að fá venjulegar konur til að vinna tvöfallt, nú eða þá til að sætta sig við þá staðreynd að flestir foreldrar þurfa að leggja fram mikla vinnu til að sjá fyrir sér og sínum. Látið ekki glepjast af titlinum, ofurkonur eru alveg jafn þreyttar og við hin.
ps. Mig langar líka stundum til að slá börnunum saman.

1/12/04 13:01

Finngálkn

Tímamótapistill!

1/12/04 13:01

Lómagnúpur

Slá þeim saman eins og symbölum, eða slá þeim saman í eitt alsherjarbarn?

1/12/04 13:01

feministi

Slá þeim saman eins og symbölum býst ég við að ég hafi meint, en úr því ég skrifaði þetta áðan man ég það ekki svo vel lengur.

Skarlotta:
  • Fæðing hér: 3/1/05 15:23
  • Síðast á ferli: 31/3/06 14:27
  • Innlegg: 0
Eðli:
Er mikið fyrir áfengi og aðra skylda drykki og borða óhóflega mikið.
Æviágrip:
Er alin upp á Hverfanda í landi Hvela af einstæðum föður. Á sjö börn með sjö mönnum en hef misst forræði yfir þeim öllum. Er núna að reka kúabú og hestaleigu.