— GESTAPÓ —
Lómagnúpur
Nýgræðingur.
Dagbók - 2/12/06
Af niðurfalli

Gullin hverfa í handraða tímans

Um daginn, er ég hugðist dúkka hér upp og fara að skipta mér að, komst ég að því að vandað aðgangskerfi Baggalúts kannaðist ekki við mig. Hafði ég verið felldur niður? Ég sendi Enteri fyrirspurn og hann brást við með snarræði, pilturinn, og endurreisti mig. Þannig að nú er ég bæði hér og þar. Feginn.

   (1 af 33)  
2/12/06 19:01

Dýrmundur Dungal

Ég hefði nú skolað þér niður eins og frændum þínum, Karíusi og Baktusi en því miður lenti ég í minnihluta á fundi innflytjendaráðs svo hér ertu víst kominn. (Bölvar herfilega og rífur í hár sitt).

2/12/06 19:01

B. Ewing

Það var reyndar þannig að Enter gaf Dýrmundi poka með "haltu kjafti" brjóstsykri. Hann var svo upptekinn af sælgætisáti að atkvæðagreiðslan fór alveg framhjá honum. [Glottir eins og fífl]

2/12/06 19:01

krossgata

Enter hefur greinilega ráð undir rifi hverju, en reyndar segir maður: "skipta mér af".
[Glottir enn meira en Bjúvíng]

2/12/06 19:01

Offari

Það hefur líka verið reynt að sturta mér niður en ég finn alltaf leið til að komast upp aftur.

2/12/06 19:01

Regína

Er Lómagnúpur skyldur Karíusi og Baktusi? [Hrökklast afturábak.]

2/12/06 19:01

Lómagnúpur

Aðeins ef þú átt við merkinguna "að skerast í leikinn." Hér í Sýslunum skiptum við okkur að þegar við gefum af okkur græðlinga.

2/12/06 19:01

Kondensatorinn

Gott að Lómagnúpur er enn á sínum stað.

2/12/06 19:02

feministi

Það var þá ekki alslæmt að detta hérna inn.

2/12/06 20:00

Vladimir Fuckov

Vjer tökum undir með Kondensatornum, gott að Lómagnúpur var ekki fluttur til Svalbarða, líkt og gerðist með Ísafjörð á gamla Gestapóinu. Skál !

2/12/06 20:01

Hakuchi

Hjartanlega velkominn Lómagnúpur minn.

2/12/06 21:00

Jóakim Aðalönd

Velkominn. Gaman að sjá gamla og góða Gestapóa um þessar mundir.

3/12/06 01:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Velkominn aftur, Lommi. Komdu að kveðast á !

Lómagnúpur:
  • Fæðing hér: 12/8/03 11:39
  • Síðast á ferli: 5/9/07 16:05
  • Innlegg: 4
Eðli:
Krossfari heilbrigðrar skynsemi
Fræðasvið:
Búvísindi, niðursuða, mekaník, epík. Enn fremur málfar, heilsufar, veðurfar og skarfar. Allt er lýtur að hannyrðum, einkum örfhentra. Ekkert mannlegt er mér óviðkomandi.
Æviágrip:
Það er svo margt að minnast á. Ætli ég láti ekki nægja að stinga því að ykkur að ég hef aldrei verið á sjó en hefi þó horft á hafið alla ævi. Ætli það kalli mig kannski til sín einhvern tímann?