— GESTAPÓ —
Fíflagangur
Óbreyttur gestur.
Pistlingur - 1/11/05
Heimsvaldastefnu strax!

Lengi hefur farið í taugarnar á mér getuleysi þjóða heimsins til að koma sér saman um skynsamlega stýringu á nýtingu þeirra auðlynda sem jörðin hefur upp á að bjóða. Nokkuð er um að þjóðir fari offari með rányrkju á heimaslóðum, en algengara er að nýttar séu auðlindir í annarra löndum í krafti fjármagns eða yfirburðastöðu. Tilhneygingin er sum sé að menn reyna yfirleitt að ganga vel um eigin auðlindir svo nýta megi þær til lengri tíma, en ganga um á skítugum skónum heima hjá öðrum. Þó tekur steininn úr þegar horft er til nýtingar á auðlindum á alþjóðlegum svæðum. Þar svífast menn einskis við að blóðmjólka jörðina án nokkurrar hugsunar um morgundaginn.
Skýrt dæmi um þetta eru sjóræningjaveiðar á alþjóðlegum hafsvæðum. Þessar veiðar eru stundaðar á sömu forsendum og eytt hafa stofnum um öll heimsins höf á síðustu öld og má þar nefna ofveiðar á hvölum og massív fjöldamorð Íslandssíldarinnar.
Ýmislegt hefur verið reynt til að sporna við þessari þróun. Þjóðir heims hafa reynt að koma sér saman um e.k. regluverk með fremur hlálegum árangri sbr. annars vegar hvalveiðiráðið þarsem nýting auðlindarinnar er útilokuð með öllu og hins vegar einhverskonarsamningum milli þjóða um nýtingu sameiginlegra stofna sem skilar vanalega handónýtri möppudýraniðurstöðu fyrir alla aðila, auk þess sem sjóræningjarnir veiða bara líka.
Ein er þó sú aðferð sem vænleg er til árangurs í það minnsta að einhverju leiti. Það er sú aðferð að helga sér einfaldlega svæði, setja reglur og reka alla aðra í burtu. Íslendingar voru einmitt í farabroddi við beitingu þessarar aðferðar eftir miðja síðustu öld með útfærslu efnahagslögsögunnar. Þetta er líklega eitt stærsta framfaraskref í umgengni við hafið frá því Þór hætti að súpa úr því um árið.
En nú er svo komið að alls kyns bavíanar eru að strá fella saklausa fiska um heimsins koppagrundir án þess að skeyta nokkuð um stofnstærðir eða slíkan hégóma. Áratugum saman hafa ríkisstjórnir og möppudýr reynt að koma sér saman um einhverja lausn á þessu vandamáli án sýnilegs árangurs. Skemmst er að minnast rányrkju Íslendinga í Smúttehúllunni á sínum tíma eða allra þeirra sjóræningjakoppa sem sniglast hér við 200 mílna línuna og drepa allt sem hreyfist.
Nú er nóg komið! Nú fer ég fram á það við Bagglútunga og aðra þá er einhver tengsl hafa við svokallaða Íslendinga að taka sig saman í andlitinu og lýsa yfir útfærslu efnahagslögsögunnar að miðlínu við önnur lönd strax og ganga þannig á undan með góðu fordæmi eins og forðum daga. Við þurfum að koma auðlindastjórn á hverju svæði í hendur heimamanna.
Þetta kostar náttúrlega það að við þurfum að rétta t.a.m. Evrópusambandinu puttann og lýsa frati á fjölþjóðlegar samningalausnir. Þá er gaman.
Við myndum að sjálfsögðu líka stjaka báðum norsku veðurfræðingunum frá landi á Jan Mayen og lýsa hana íslenskt landsvæði. Þá er aftur gaman.
Búast má við að sjóræningjakopparnir hætti ekki veiðum og þá má klippa og skjóta og beita alls konar Kærnested trikkum. Þá er mikið gaman.

Í tilefni þessa fer ég fram á það við ríkistjórn Baggalútíu að hún lýsi þegar yfir efnahagslögsögu svo langt frá strandlínu sinni að enginn kemst yfir nema fuglinn fljúgandi.

Höfundur er ófullur...eða svona.

   (19 af 24)  
1/11/05 22:01

Ziyi Zhang

Já tökum Jan Mayen!

1/11/05 22:01

Grágrítið

Ég krefst þess að við tökum líka svalbaðar, þar er olíu og gas að finna. Greinilegur eignarréttur íslendinga er yfir þeim auðlyndum.

1/11/05 22:01

Nornin

Ég held að 1000 mílna lögsaga væri sennilega nóg.

1/11/05 22:02

Útvarpsstjóri

Athyglivert, skemmtileg pæling.

1/11/05 22:02

Vladimir Fuckov

Mjög athyglisverðar hugmyndir. Skynsamlegast væri auðvitað að færa landhelgina út í rúmlega 20.000 kílómetra [Ljómar upp].

1/11/05 23:00

Lopi

Nákvæmlega! Eyðum öllum smugum.

1/11/05 23:02

Jóakim Aðalönd

Nei, hættum fiskveiðum frekar. Þær spanna hvort eð er ekki nema 7-8 % af vergri þjóðarframleiðslu. Einbeitum okkur að þjónustugreinunum, svo sem fjármálum og ferðaþjónustu. Kaupum fiskinn bara af fátækari þjóðum og leyfum þeim að veiða í lögsögunni okkar.

Fíflagangur:
  • Fæðing hér: 22/8/03 13:35
  • Síðast á ferli: 24/9/11 11:06
  • Innlegg: 82
Eðli:
alltaf fullur
Fræðasvið:
lög
Æviágrip:
ætíð fullur