— GESTAPÓ —
fagri
Nýgræðingur.
Pistlingur - 2/12/05
Neikvæðni

Alla mína hunds og kattar tíð hef ég haft það fyrir sið að hlusta á þá sem eru eldri og lífsreyndari en ég í þeim tilgangi að auka vitneskju og innsýn í ólíkustu hluti. Tvennt virðist þó vera gegnum gangandi hjá fólki sem þykist komið til vits og ára, en það er svartagallsraus og heimsendaspár.
Fyrir margt löngu þegar ég var smápolli í sveit hjá afa og ömmu lærðist mér það að allt væri á hraðri leið fjandans til vegna þess að unga fólkið sækti svo í sollinn í Reykjavík og ekki gætu nú allir lifað á því að vinna í banka eða selja hverjir öðrum kók.
Annað hefur nú aldeilis komið á daginn, allir eru löngu fluttir suður, bankarnir eru málið og ástandið aldrei betra.
Hafðu það afi.
Þegar maður komst svo á unglingsár var Bubbi nokkur Morthens sá sem mark var tekið á en hans framtíðarsýn var eftirfarandi: "þið munuð stikna, þið munuð brenna".
Þetta höfðaði að sjálfsögðu til unglingsins sem gerðist pönkari hið snarasta, foreldrum sínum og allri hippakynslóðinni til mikillar hrellingar. Allir voru með það á hreinu að svona grænhærður horgemlingur kæmist aldrei til manns.
En nú er pönkaraskríllinn langt kominn með að kaupa bretlandseyjar og skandinavíu.
Hafiði það mamma og pabbi. Með tímanum lærist manni að hætta að taka mark á heimsendaspámönnum og eftir því sem ég eldist sjálfur fæ ég meiri trú á þeim sem erfa skulu landið, miðað við að sæmilega rættist úr mér, slefandi fávitanum.

   (2 af 4)  
2/12/05 04:00

Bölverkur

Þú varst nú ekki fæddur fyrir margt löngu!

2/12/05 04:00

dordingull

Þeir sem erfa landið erfa skuldirnar líka.
Flottræfilshátturinn er að miklu leyti byggður á lántökum.
Heimsendir kemur um leið og skuldadagarnir.
Og ég er bjartsýnn.

2/12/05 04:00

Jarmi

Ekki leggja niður aldagamla hefð. Bölvaðu ungdómnum eins og áar þínir á undan þér!

Það verður aldrei neitt úr kremsmyrjandi metró-ræflum og aflituðum fm-mellum með brúnkukrem á innanverðum nasavængjunum!

2/12/05 04:01

Ísdrottningin

Það er nú af sem áður var...

2/12/05 04:01

Kondensatorinn

Heimur versnandi fer sannaðu til. Sjáðu þessi gemsagjammandi ungdómsgerpi í dag, það má varla rigna á þessar fölu flatbökuætur án þess að þurfa áfallahjálp útaf hárgreiðslunni. Hvað ef hann fer nú að snjóa almennilega ha.

2/12/05 04:01

hundinginn

Gjamm er þetta. Stöndum bara í lappirnar og veljum sjálf hvað við teljum mark á takandi. Er verið að mata ykkur?

2/12/05 04:02

Jóakim Aðalönd

Er ekki sagan dæmd til að (aðal)endurtaka sig? Annars hef ég fulla trú á blessuðum ungdómnum. Hann verður sífellt greindari og greindari.

2/12/05 05:00

Lopi

Ég var að hlusta á útvaprsþátt í dag þar sem "svotildauðarokkshljómsveitin" Mínus rakti hljómsveitarstefnu sína til "hard core" bindindismanna og grænmetisætna...

...hvað get ég sagt? Allavegana...,afstæðiskenningin virkar.

2/12/05 06:01

Sæmi Fróði

Þessi úngdómur í dag.

2/12/05 06:02

Bjargmundur frá Keppum

Plató bölvaði ungviðinu fyrir þrjúþúsund árum og taldi allt á leið til fjandans. Annaðhvort versnar heimurinn með hverri kynslóðinni, sem þýðir að við erum margfalt verri en áar okkar fyrir nokkrum þúsundum ára, ellegar að það er lögmál lífsins að hver kynslóð bölvar þeirri fyrri og þeirri næstu, en í raun er þetta alltaf sama fólkið í öðruvísi fötum.

fagri:
  • Fæðing hér: 18/11/05 12:15
  • Síðast á ferli: 15/12/23 20:44
  • Innlegg: 0
Eðli:
Trúi því og treysti að hinir fögru muni lifa. Beiskur og langrækinn.
Fræðasvið:
Skammtastökkshraðalslegar geðflækjur anglosaxnesks útfrymis á barmi siðferðisbrests. Rokgjarnir þungmálmar.
Æviágrip:
Borinn og uppalinn á Íslandi norður af hægriöfgasinnuðum foreldrum. Var snemma innrætt að allt sem að sunnan kæmi
væri vont og erlendis frá enn verra. Vitkaðist þó með árunum
og gekk mammoni á hönd.
Síðan þá hefur það verið einn dagur í einu.