— GESTAPÓ —
Fíflagangur
Óbreyttur gestur.
Gagnrýni - 9/12/03
Myndasögur Morgunblaðsins

Ótrúlegt kæruleysi

Ég hef alla tíð flett Mogganum aftanfrá. Þessi siður helgaðist fyrst af því að myndasögurnar voru aftantil í blaðinu, en seinna fóru fréttir baksíðunnar að ráða meiru um þetta háttalag, enda komu þær manni ívið meira við er heimsvaldaáróður forsíðunnar. Alla tíð hef ég þó samviskusamlega lesið myndasögurnar daglega og tel mig hafa orðið betri mann fyrir vikið, enda hafa þarna að jafnaði verið á ferðinni ódauðleg snilldarverk kímninnar.
Fyrir nokkru síðan voru gerðar nokkrar breytingar á ritstjórn Moggans og uppbyggingu blaðsins. Ein af þessum breytingum var að myndasögunum var breytt. Í stað heillar síðu með einnar ræmu myndasögum var farið að birta ýmsar hálfsíðusögur og kynntar voru til sögunnar ýmsar nýjar fígúrur. Það er skemmst frá því að segja að þarna fór allt til andskotans. Eftir þessa breytingu höfum við mátt þola það trekk í trekk að sömu fúlu brandararnir eru birtir aftur og aftur með nokkurra vikna millibili. Í harðbakka sló svo í morgun þegar myndasögur gærdagsins birtust aftur. Hvaða rasandi fábjáni sér eiginlega um þessa mikilvægu síðu? Hvaða húmorslausa fífl sér eiginlega um innkaup á efni fyrir þetta blað? Sami ömurlegi pissu-prófsvindlsbrandarinn tvo daga í röð. Og svo má maður búast við honum aftur eftir hálfan mánuð. Það á að reka þessi fífl.
Sem betur fer er ekki allt svart. Nýlega hóf Mogginn að birta myndasögur sem kenndar eru við Calvin & Hobbes. Þessar sögur eru algerlega óborganlegar og eru mínar uppáhaldsteiknimyndasögur, enda virðast þær vera skrifaðar um syni mína og þeirra hugarheim. Eitt klúðrar þessu þó fyrir Mogganum. Þessi eitt sinn framvörður íslenzkrar tungu telur sér sæma að breyta aðeins C-inu í Calvin í K og kalla persónurnar nú Kalvin & Hobbes. Þvílíkir ekkesins fábjánar. EF þessir vitleysingar hefðu ekki alla tíð verið með hausinn á kafi í eigin rassi vissu þeir að þarna eru á ferðinni Kalli og Kobbi sem glöddu lesendur Þjóðviljans á hverjum morgni undir það síðasta. Reyna aðeins að vera vakandi !!!!!!!!

   (24 af 24)  
31/10/03 19:01

Smábaggi

Maður ætti bara að segja þessum íhaldssnepli upp. Fréttablaðið er alveg nógu góður kostur fyrir mig. Eða lesa bara Dilbert á netinu.

4/12/04 00:02

Dr M. Ukrebeksy

Þú verður að átta þig á því greiið að myndasögurnar eru ekki fréttir heldur uppskáldaður uppspuni til skemtunar fyrir okkur hin en ætlaðar til að draga ykkur fíflin á asnaeyrunum..
Alltaf sama fíflið greiið

Fíflagangur:
  • Fæðing hér: 22/8/03 13:35
  • Síðast á ferli: 24/9/11 11:06
  • Innlegg: 82
Eðli:
alltaf fullur
Fræðasvið:
lög
Æviágrip:
ætíð fullur