— GESTAPÓ —
Órækja
Óbreyttur gestur.
Sálmur - 4/12/05
Til heiðurs heiðursmanni

Mér barst til eyrna upprisa míns gamla vinar Limbra og vildi bjóða hann velkominn aftur á lútinn með viðeigandi hætti.

Limbri ei í vitið stígur
enda mannvitshola
til déká komu margar kvígur
en kallinn, hann vill bola

Limbra litla kæra vin
líkja má við konu
sýgur, sleikir kall sem kvinn
eignast enga sonu

Lítið Laufblað strák einn elti
langan veg í burt
úr pútnahúsi pjallan velti
pils-í-klæddum durt

Argur Limbri er og ljótur
ég hann vil ei þekkja
í lítið laufblað hann er fljótur
litla limbr' að drekkja

Limbri ljót er talin baun
lítið barn og rola
Lítið laufblað er í raun
líka mannvitshola

   (1 af 11)  
4/12/05 22:01

Haraldur Austmann

Ef þetta er kunningjagrín, er það líklega misheppnað. Ef ekki, er þetta rætið.

4/12/05 22:01

Hakuchi

Sjáum hvort Limbri muni kviðrista hann.

4/12/05 22:01

Jóakim Aðalönd

Ég held að ég sé alveg sammála Haraldi hér.

4/12/05 22:01

Litla Laufblaðið

[Flissar]

4/12/05 23:01

Ugla

Ef þetta er ekki tilefni til að "hrökklast aftur á bak og hrasa við" þá veit ég ekki hvað...

4/12/05 23:01

Jarmi

Svíngott stöff.

5/12/05 00:00

Limbri

Órækja! Minn gamli kæri vin! Innilega er nú gott að sjá að þú ert á lífi.

[Ljómar upp]

Og enn ánægjulegra að sjá að þú manst eftir ræfilsgreyinu mér. Það fyllir hjartað varma að sjá að einhver hefur fyrir því að berja saman vísutetur um mann. Og að þær séu fleiri en ein er náttúrulega sérstaklega rausnarlegt af þér.

Ef ég nú bara kynni að kveða svo ég gæti launað þér umhyggjuna...

Ég veit!

Skal það hér með gert alkunna að Órækja er hér eftir réttdræpur á "Rifist á" þræðinum!

-

5/12/05 00:01

Rasspabbi

Svo fallegt...

5/12/05 00:02

Nornin

Mér finnst þetta fyndið... en það er nú kannski þar sem ég trúi ekki að þetta eigi að vera raunsönn lýsing á honum Limbra, eins mikill eðalsjentílmaður og hann er.

5/12/05 00:02

Hakuchi

Einhverntíma las ég um þá kenningu fleygt að Baggalútar væru andstæður sínar í raunheimum.

Miðað við að Órækja virðist þekkja Limbra í raunheimum og miðað við að sannleikskorn leynist í kenningunni er Limbri ekkert nema óforskammaður drullusokkur í raunheimum.

Hver veit?

5/12/05 00:02

Vladimir Fuckov

[Hrökklast afturábak og hrasar við]
Notum vjer þá aldrei þjeringar í raunheimum ? Og gerum jafnvel stafsetningarvillur svo margar að eigi verður tölu á komið ?

[Hrökklast aftur afturábak og hrasar við]
Eins og Ugla benti á var þetta of gott tilefni til að hrökklast afturábak og hrasa við til að því mætti sleppa. En varðandi inngang Órækju viljum vjer koma því á framfæri að hann mætti líka fara að huga að sinni eigin upprisu (nema tilgangur fjarverunnar sje að hindra að Limbri geti hefnt sín).

Órækja:
  • Fæðing hér: 16/8/03 17:46
  • Síðast á ferli: 4/1/11 16:49
  • Innlegg: 65
Eðli:
Þykir einkar handlaginn, sérstaklega með húsdýr og húsfreyjur.
Fræðasvið:
Ylrækt, órækt og íslenskir fornsteinar
Æviágrip:
Uppalinn meðal sveitamanna en neitar því staðfastlega. Uppfræddur í höfuðborginni og hefur ekki viljað yfirgefa borgina síðan. Tók öll fræðslustigin með trompi og þykir nú upprennandi fræðimaður á sínu sviði, sem enginn virðist þó vita hvað er. Býr í Hálsakoti með konu, húsdýrum og öðrum fylgihlutum.