— GESTAPÓ —
Órækja
Óbreyttur gestur.
Gagnrýni - 2/11/04
Skjárinn er Lútinum æðri

Hvaða geðlyf skortir á Íslandi í dag?

Ég var að glugga í dagbækur ritstjórnarog ákvað að athuga þau verðlaun sem vísað er í hér. Mikið fjaðrafok hefur víst verið vegna úrslitanna í þessari keppni, allir klóra hvers annars bak miðað við æsifréttablöðin.
Hvort einhver tilnefndi frænda sinn eða kviðmág er þó ekki það sem ég ætla að æsa mig yfir, heldur sú staðreynd að sjónvarpsvefurinn www.skjarinn.is vann til verðlauna sem besti afþreyingarvefurinn. Máske er ég orðinn of kalkaður til að skilja nokkurn hlut, en enga finn ég afþreyinguna á þessum vef, aðeins vísbendingar um innihald sjónvarpsdagskrár og það lítt spennandi dagskrá. En allra verst af öllu tel ég að síðan er hvorki fugl né fiskur, hún inniheldur m.a. engar upplýsingar um það hvað þessi margauglýsti "Skjár" er og vísar fram og til baka á síður símans, sem innihalda jafnvel enþá minna af gamanefni en dóttursíðan.
Hver raður eiginlega í flokkana á þessum verðlaunum og hvur valdi eiginlega vinningshafan? Eru þessir dómarar staurblindir seðlabankastjórar? Fjárinn hafi það, er hægt að setja þessa menn í gapastokk á Austurvöll, ekki seinna en strax!

   (2 af 11)  
2/11/04 05:01

B. Ewing

Eftir afar stutta skoðunarferð endaði ég á að fá upp gamlan þátt af Allt í Drasli [Hrökklast úr stólnum og býður við]Sé þetta það sem kalla eig afþreyingu þá vil ég ekki vita hvað þetta lið er tilbúið að gera þegar því leiðist [Leitar uppi allar nálægar ruslatunnur. Dreifir brotum úr tölvunni í þær allar]

2/11/04 05:01

Litla Laufblaðið

Skandall! (Mig langaði líka að taka fram varðandi dagbókarfærsluna að mér finnst buslubók vera afskaplega sætt orð- takk fyrir)

2/11/04 05:02

blóðugt

Það er ekkert Lútnum æðra! EKKERT!

2/11/04 05:02

Vauni

Á Skjáeinum er allt í drasli, því að starfsfólkið hefur ekki náð sér enn eftir tiltektina miklu á Hesteyri við Mjóafjörð.
Hef þó heyrt að Margrét og Heiðar ætli bráðlega að taka til hendinni og að þau munu gera það í sammvinnu við Bachelorinn, ástmeyjar hans og Silvíu Nótt. Þannig að við skulum ekki örvænta með skjárinn.is og verðlaunin.

2/11/04 05:02

Jóakim Aðalönd

Vefur verðlaunanna vinnur víst seint verðlaun sjálfur. Svolítið kaldhaeðnislegt, ekki satt?

2/11/04 05:02

Vladimir Fuckov

Oss brá illilega er vjer sáum fyrirsögn fjelagsrits þessa. Eitt augnablik hvarflaði að oss að nú hefði höfundur þess endanlega misst vitið en sem betur fer reyndist svo eigi vera. Já, þessi 'vefverðlaun' eru sannkallaður skrípaleikur.

2/11/04 06:00

Litli Múi

Öll íslensk verðlaun eru að fara til fjandans.

2/11/04 06:01

bauv

SKANDALL!

2/11/04 06:01

Steinríkur

Merkilegt að 2 af þessum vefjum (skjárinn og embla á mbl.is) eru nokkurra vikna gamlir.

Skrípaleikur segi ég.

2/11/04 06:01

Rasspabbi

Þetta er auðvitað regin hneisa! En svo sem ekki við öðru að búast frá þessum frummönnum.

Baggalútur er auðvitað samfélag háþróaðra lífvera, þótt stöku vanskapnaður þvælist með.
En hverjum er ekki sama. Samkvæmt þessari frétt http://www.baggalutur.is/frettir.php?id=3268 þá þurfum við nú ekki á einhverjum skítasnobbdrasls verðlaunum að halda.

2/11/04 06:01

Vladimir Fuckov

Eigi er alveg öruggt að Baggalútur þarfnist ei verðlauna því þessari fyrirspurn vorri hefur eigi verið svarað:

http://www.baggalutur.is/viewtopic.php?t=6793

[Fyllist ótta við að í einhverjum öðrum alheimi sje e.t.v. til betri vefur en Baggalútur]

2/11/04 06:01

Nermal

Baggalútur er að sjálfsögðu það mikil snilld að það er ekki fyrir neina aukvisa að skilja það. Þessvegna fatta þessir lúðulakar það ekki að baggalútur er vefur vefjana. Við vitum betur, við þurfum ekki að fá klapp á bakið frá misvitrum frummönnum til að vita að þessi vefur er sá besti.

Órækja:
  • Fæðing hér: 16/8/03 17:46
  • Síðast á ferli: 4/1/11 16:49
  • Innlegg: 65
Eðli:
Þykir einkar handlaginn, sérstaklega með húsdýr og húsfreyjur.
Fræðasvið:
Ylrækt, órækt og íslenskir fornsteinar
Æviágrip:
Uppalinn meðal sveitamanna en neitar því staðfastlega. Uppfræddur í höfuðborginni og hefur ekki viljað yfirgefa borgina síðan. Tók öll fræðslustigin með trompi og þykir nú upprennandi fræðimaður á sínu sviði, sem enginn virðist þó vita hvað er. Býr í Hálsakoti með konu, húsdýrum og öðrum fylgihlutum.