— GESTAPÓ —
Ned Kelly
Óbreyttur gestur.
Pistlingur - 3/12/04
Í náðarfaðmi þjóðkírkjunnar

Fyrir eittþúsund og fimm árum síðan, kom Þorgeir undan feldi með þau skilaboð að þjóðin skyldi kristin verða. Í smáa letrinu stóð að þeir sem ekki vildu gángast undir hinn nýja sið, mættu blóta á laun. Allir urðu voða, voða glaðir og undu sáttir við sitt, allt til okkar dags en nú virðist sú sátt vera úr sögunni. Því miður.

Allskonar trúfélög og sértrúarhópar krefjast þess nú að þeim verði gert jafn hátt undir höfði og þjóðkírkjunni. Þetta er argasta frekja og dónaskapur. Á Íslandi á bara að vera ein ríkisrekin kírkja, þjóðkírkjan. Mér hefur geingið ágætlega að iðka mína trú innan veggja hennar, hún skírði mig, fermdi, giftir mig vonandi þegar ég finn mér mann og grefur mig þegar ég verð dauður. Allt þetta gerir þjóðkírkjan mín fyrir mig og ég þarf aungvar áhyggjur að hafa. Hún er mitt geistlega tryggíngafélag.

Á meðan þjóðkírkjan er ríkisrekin og ég greiði mína skatta, er mér tryggð vist í himnaríki. Ég vona að allt villutrúarfólkið sjái að sér og komi til okkar í alltumlykjandi náðarfaðm þjóðkírkjunnar.

Guð blessi ykkur.

   (4 af 4)  
3/12/04 01:01

Nornin

Finna þér mann en láta grafa þig þegar þú ert dauðuR.
Ned... þú verður að ákveða hvers kyns þú ert!
[flissar að smámunaseminni í sjálfri sér]

Það getur varla verið að þú sért samkynhneigður kk... kirkjan þín giftir þá ekki!

3/12/04 01:01

Amma-Kúreki

grefur mig þegar ég verð dauður ? ef þú ert
það sem kallað er shemale þá skal ég moka yfir þig ókeypis

3/12/04 01:01

Ned Kelly

Kírkjan mín giftir mig víst þegar að því kemur.

Amma, hefur þú heyrt um hefemale?

3/12/04 01:01

Amma-Kúreki

usss usss elskan engin gleði læti
tilboðið stendur
þú færð ókeypis urðun þegar að því kemur

3/12/04 01:01

Finngálkn

Oh hvað þetta er alltaf sívinsælt væl... Já já þjóðkirkjan er frá helvíti og allir eiga bara að fá að ganga sjálfala og sjálftrúa, einn heimur, einn fjölfáviti. Í mínum huga er engin tenging milli alvaldsins og barnaníðinga sem telja sig þjónustara þess? Verið nú ekki svona viðbjóðslega vitlaus...

3/12/04 01:01

Júlía

Þjóðkirkjunni getum við þakkað alla þessa skemmtilegu frídaga. Það eitt og sér tryggir ævarandi stuðning minn við einingu ríkis og kirkju.

3/12/04 01:01

Sundlaugur Vatne

Hvað er fólk að tjá sig sem skortir allan skilning á sögulegu samhengi?
Hér hefur ekki verið þjóðkirkja í nein 1005 ár heldur 455 ár. Það var ekki fyrr en árið 1550 þegar herra Jón Arason var hogginn í Skálholti að ríkisvaldinu tókst endanlega að leggja undir sig trúarlíf fólks, sölsa undir sig kirkjueignir og bræða ómetanlega listmuni í fallbyssur. Þjóðkirkjan má því segja að verði 455 ára í nóvember næstkomandi (má svo sem deila um nákvæman tíma).
Þangað til var kirkjan sjálfstæð, óháð og alþjóðleg og mótvægi við ríkisvaldið (konungsvaldið) sem eftir þennan atburð elfdist og stórauðgaðist. Menningarstig þjóðarinnar hrapaði niður á lægsta plan og konur og hjú voru færð mörgum þrepum neðar í þjóðfélagsstiganum.
Það er fyrst á allra síðustu áratugum sem konur eru að gera sig gjaldgengar í þjóðkirkjunni en fyrir siðbreytingu áttu konur sér sinn stað til áhrifa innan kirkjunnar. Bæði munka- og nunnuklaustrin voru menningarstofnanir og abbadísir og príorinnur nutu sízt minni virðingar en hefðarklerkar, ábótar og príórar.
Ég leyfi mér að segja að þjóðkirkjan hefur aldrei verið til gagns sem slík.

3/12/04 01:01

Sundlaugur Vatne

Já, og Júlía, frídagarnir eru sko ekki þjóðkirkjunni að þakka, heldur almennu og alþjóðlegu kirkjunni.

3/12/04 01:02

Steinríkur

Er þjóðkirkjan ekki bara "Service Pack" ofan á almennu og alþjóðlegu kirkjuna (til að loka öryggisholum eins og aflátssölu), þannig að fídusarnir úr henni teljast sem hluti af útgáfu þjóðkirjunnar?

3/12/04 02:00

Jóakim Aðalönd

Réttast væri að brenna öll þessi kirkjuskrifli. Eða jafnvel nýta þau sem geymslur.

3/12/04 02:01

Texi Everto

Skotfærageymslur þá.

3/12/04 04:00

Lopi

Tek undir orð Ned Kelly að því leiti að Status quo er oftar betra heldur en ófriðabál á milli trúflokka en mikið ands... er messuformið orðið þreytt. Slysaðist til að hlusta á hluta úr messu í útvarpinu um daginn og það leið næstum yfir mig þegar kórinn var að þylja eitthvað sem ég vissi ekki hvað var.

3/12/04 04:01

voff

Guð er ekki til. Þar af leiðir er trúfélög sem snúast um trú á þennan aðila sem er ekki til byggð á rangri forsendu og því óþörf með öllu. Af því leiðir að það er skylda allra rétthugsandi manna að berjast gegn trúfélögum og láta leysa þau upp. Niður með Þjó[]kirkjuna®.

2/11/04 15:00

Glúmur

Það sem ég sé á móti því að trúfélögum hverskonar verði gert jafnt hátt undir höfði og þjóðkirkjunni er það að með því opnast leið fyrir óvandaða einstaklinga til að hagnast verulega á því að sinna þjónustu guðs, menn geta séð sér hag í því að stofna trúfélög og smalað til sín fylgjendum án þess að sönn umhyggja eða kærleikur komi þar nokkuð nærri.
Það virðast sumir halda að slíkir einstaklingar fyrirfinnist ekki á litla Íslandi í dag, en þeir finnast þó og með því að auðvelda trúfélögum að nálgast fé þá mun ástandið versna, því miður.
Þjóðkirkjuna ætti einnig að skilja frá ríkinu og kirkjunnar menn ættu að aðlaga starf hennar betur að því hlutverki sem henni er ætlað að þjóna.

2/11/04 15:00

Svefnburkur

Jeg velti því einungis fyrir mjer hvort álit þitt á þessum "allskonar trúarfélögum og sjertrúasöfnuðum" væri það sama ef þú værir fædd í eitt þeirra?
Maður má ekki gleyma að það er auðvelt að blóta aðra í sand og ösku er maður situr á tindinum.

Svipað og að vera frá ríku landi líkt og okkar kæra Íslandi og halda því fram að það sje "bara heimtufrekja í þessum Afríkönum."

Reyndar er jeg sjálfur fæddur í þjóðkirkju nágrannalands vors og mun ávalt vera hlynntur sömu trú og iðkuð er í þjóðkirkju Íslands, þó lítil sje.

Ned Kelly:
  • Fæðing hér: 19/2/05 23:07
  • Síðast á ferli: 19/10/08 01:12
  • Innlegg: 18