— GESTAPÓ —
Leynigesturinn
Nýgræðingur.
Gagnrýni - 3/12/04
Sannleikurinn um Ísland

Konto

Jólin 2004 var gefin út bók af einum virtasta fjölmiðli landsins. Bak þessi var fræðirit sem ætlað var að hrista upp í nútíma vísinamönnum. Loksins mundi sannleikurinn um Ísland koma í ljós, óskertur.
Bókinni er skipt upp í hluta eftir viðfangsefni svo allt blandist ekki saman í einn hrærigraut. Hverjum hluta er svo skipt í minni kafla um afmörkuð málefni. Bókin er svo ríkulega myndskreytt og orðskýringar og ýtarefni er að finna hvarvetna í bókinni.
Fyrsti hlutinn fjallar um íslendinga. Fjallað er um forystufólk, kynlega kvisti og fleira. Leynd er svipt af ýmsum leynifélögum og fjallað stuttlega konur ( sagt er að þær séu um helmingur íbúa landsins (?!)).
Í öðrum hluta er tekið á íslenskri arfleið. Menningarverðmæti, mikils metnir hlutir og eitt og annað sem landinn hefur skilið eftir sig í aldanna rás, sem og merkustu atburðum í sögu þjóðarinnar.
Framfarir, atvinnulíf eru meðal þess sem fjallað er um í þriðja hlutanum. Greint er frá merkum uppfinningum og kenningum, athafnalífi og öðru slíku.
Hið sérstæða lífríki á og við ísland skipar sér sess í fjórða hluta. Þar kemur fram hið sanna um margar þjóðsögur, hulunni svipt af ófreskjum og öðrum undarlegum skepnum auk þess sem greint er frá lífinu í sjónum.
Fimmti, og jafnframt síðasti hlutinn, er um dulheima. Óútskýrðum fyrirbærum og draugum eru gerð skil þar sem og pöpunum dularfullu. Talið er að paparnir hafi í raun og veru verið geimfarar og eftir lestur þessa kafla verður varla um villst.
Í heildina séð er þetta framúrskarandi rit. Langt á undan sinni samtíð og mun sjálfsagt hafa áhrif á heimsmynd okkar um ókomna tíð. Bókin er þess fullkomlega verð að hljóta fimm stjörnur og vona ég að sem flestir fái að njóta þess að lesa um hinn eina sanna sannleik.

   (5 af 5)  
3/12/04 00:02

Lómagnúpur

Oft má satt kyrt liggja.

3/12/04 00:02

feministi

Kennarasleikja!

3/12/04 00:02

Heiðglyrnir

aaaahahahaha hvað er maður búin að koma þér í, hahaha þessi var góður, fínn pistill, óaðfinnanlegt Konto.

3/12/04 01:00

Texi Everto

Lifi sannleikurinn!

3/12/04 01:00

Vestfirðingur

Fæst á þrjátíu kall hjá Braga og Ara Gísla. Eða sem pakkadíll á fimttíu með segulbandaviðtalsbók að eigin vali.

3/12/04 01:01

Prins

30.000 kall? Vá ég vissi að þessi bók væri illfáanleg, en þetta er rosalegt.

3/12/04 01:01

Ívar Sívertsen

Það vill oft verða með hörkubækur að þær ganga kaupum og sölum á háum prís á svarta markaðnum þrátt fyrir að þær séu enn til.

3/12/04 01:02

Leynigesturinn

Þetta var konto, ég var tilneyddur...

3/12/04 01:02

Skabbi skrumari

Þakka þér fyrir Leynigestur... en skemmtilegra hefði verið að fá sálm um Ákavíti hehe... Skál

Leynigesturinn:
  • Fæðing hér: 17/2/05 11:42
  • Síðast á ferli: 12/6/05 18:14
  • Innlegg: 0
Eðli:
Leynilegur
Fræðasvið:
Leyndarmál
Æviágrip:
1. riðill: Heiðglyrnir
2. riðill: Ég sjálfur
3. riðill: hundinginn
4. riðill: bauv