— GESTAPÓ —
Traustur
Nýgræðingur.
Dagbók - 2/11/03
Dagurinn í gær... eilífðin?

Ójá, dagurinn í gær var einsog ég væri að horfa á klukkuna færast allan timan, þetta var lengi að líða. Ég held að það sé ákveðin ástæða fyrir þessu. Þannig er mál með vexti að núna er kalt í veðri, og þá fær kappinn kvef, getið þið ímyndað ykkur þegar þið setjið í dönsku á fremsta bekk og þið eruð stífluð í nefinu?

Jú gott fólk, þetta kom fyrir mig, ég var þarna stíflaður í nefinum og finn horið leka niður og ég reyni eitthvað að snýta þetta upp en viti menn, allt kemur fyrir ekki þannig ég auðvitað skokka á klósettið og snýti mér en það er svo annað mál. Svo er það mjög einkennilegt að ég hlýt að vera með prófkviða sem ég sjálfur veit ekki af.. eða allavega minn líkami, á seinasta ári, þrjár seinustu annirnar var ég bara með áskrift af kvefi yfir prófin.. og viti menn, núna eru prófin að koma í garð og kappinn er mættur í kvefið.

Farinn að læra fyrir dönsku próf..

   (4 af 4)  
2/11/03 06:01

Haraldur Austmann

Guð hjálpi þér.

2/11/03 06:01

Skabbi skrumari

Gangi þér vel að snýta upp horið... hvernig svo sem það er gert og já stattu þig í dönskunni, því samhvæmt öllum tungumálaspádómum mun danska verða alheimstungumálið upp úr miðri öld, þá ert þú nú líklega enn ungur maður Trausti minn...

2/11/03 06:01

Traustur

Þakka fyrir það Haraldur.

En ég vona að danskan verði alheimstungumálið, þá fer þessi margra ára dönsku lærdómur í vaskinn :)

2/11/03 06:01

Traustur

Þakka fyrir það Haraldur.

En ég vona að danskan verði alheimstungumálið, þá fer þessi margra ára dönsku lærdómur í vaskinn :)

2/11/03 06:01

Amon

Ég á nú að heita svo gott sem stúdent í dönsku. Ekki get ég myndað heila setningu sem eitthvað vit er í án mikillar fyrirhafnar. Get þó auðvitað beðið um kaffibolla eða kaldan bjór, menn með þá kunnáttu geta nú komist ansi langt.

2/11/03 06:02

Sprellikarlinn

Sama gerðist við mig í hitt í fyrra í stærðfræði og íslensku. Nefrennslið byrjaði er ég gekk inn í stofuna og hætti er ég gekk út. Og því má bæta við að fögin voru í sitthvorri stofunni. Skuggalegt.

Traustur:
  • Fæðing hér: 28/11/04 15:40
  • Síðast á ferli: 8/5/05 21:04
  • Innlegg: 0
Æviágrip:
Þekktur sem John Doe íslands.