Lesbók15.09.02 — Myglar

Ţetta er búin ađ vera erfiđ helgi. Loks á föstugdagskvöldiđ gerđi ég mér ljóst, eftir mikla útreikninga, ađ eina leiđin til ađ rćđa viđ verurnar sem ég tel ađ hafi upp á síđkastiđ reynt ađ hafa samband viđ jarđarbúa sé ađ nýta tungumálakunnáttu mjaldursins.Fyrir ţá lesendur sem ekki vita ţá er mjaldur (lat. Delphinapterus leucas) frekar smávaxin hvalategund sem ađallega býr á norđurheimskautssvćđinu. Fullvaxinn mjaldur er venjulega um 4,5 metrar á lengd og vega ţeir allt ađ 1500 kg, og er karldýriđ oftast ađeins stćrra en kvenndýriđ.

Á laugardagsmorguninn bađ ég frćnda minn, sem er fiskimađur á Svalbarđa, ađ útvega mér lifandi mjaldur eins fljótt og auđiđ vćri. Síđan hóf ég međ ađstođ Kaktuzar ađ smíđa laug í kjallara ritstjórnarskrifstofunnar og koma tćkjabúnađinum fyrir. Međ ađstođ steypubílstjóra sem ég ţekki fluttum viđ Hákon (en ţađ nefnum viđ mjaldurinn) frá höfninni og á ritstjórnarskrifstofuna. Hann er nú kominn í laugina og virđist una sér nokkuđ vel, ţrátt fyrir vírana sem eru tengdir viđ hann.

Međ ţví ađ tengja spennulind (stillanlega, allt ađ 200 volt) yfir Hákon, jóna vatniđ í lauginni hans mátulega mikiđ, koma fyrir hljóđnemum í koki hans og tengja síđan viđ sendibúnađinn ćtti ađ vera hćgt ađ koma á tengingu.

Tilraunirnar hefjast á morgun, um leiđ og ég hef hvílst nćgilega til ađ byrja aftur. Vonandi rústa ţessir vitleysingar í ritstjórninni ekki tćkjauppsetningunni í millitíđinni.

 
Enter — Sálmur
 
Myglar — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Kaktuz — Forystugrein
 
Kaktuz — Sálmur
 
Kaktuz — Sálmur
 
Enter — Leikrit
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
        1, 2, 3 ... 179, 180, 181, 182