Myglar er endanlega genginn af göflunum. Hann mætti í morgun íklæddur 'tóga', með lárviðarkrans á höfði og krafðist þess að vera kallaður - 'hans alltumlykjandi hátign'. Svo hélt hann þrumuræðu yfir hádegismatnum um nauðsyn þess að jarðtengja Landsbókasafnið. Ég fer að hafa nokkrar áhyggjur af drengnum.