Við fórum félagarnir á ritstjórn og fengum okkur snæðing í hádeginu, allir nema Spesi, sem sagðist vera búinn að borða.
Við erum menn stöðugleika og alþjóðavæðingar svo við ákváðum að snæða á McDonalds í Lækjargötu. Mikið þykir mér alltaf koma til þess staðar - og dáist ég mjög að fjölþjóðlegu yfirbragðinu. Þarna fá áhugasamir og iðnir nýbúar kjörið tækifæri til að spreyta sig á íslenskri tungu bak við afgreiðsluborðið, auk þess sem þeir fá innsýn í íslenska matarmenningu.
Ég bað ungan, þeldökkan pilt, hægt og skýrt um 'einn bigg makk' og 'eina kók' og aukinheldur - vegna þess hvað ég var í góðu skapi - 'lítinn skammt af nöggets'. Hann skildi mig fullkomnlega og ég gaukaði að honum hundrað króna peningi aukreitis fyrir fammistöðuna.
Maturinn bragðaðist dásamlega og eftir að hafa matast vorum við félagarnir sammála um að fara bakatil og taka í hendina á matsveininum. Hann varð mjög hissa að sjá okkur, fór að hágráta og bauð okkur að skoða eftirlætis steikingarpottinn sinn. Við kysstum hann bless og lofuðum að koma fljótt aftur.
Að skilnaði klappaði ég litlum asíubúa á kollinn og hrósaði í hástert - því mér fannst ótrúlegt að það væri maður en ekki vél sem taldi ofan í 'nöggets' pakkningarnar.
- Kaktuz sagði mér reyndar á leiðinni út að víða í Bandaríkjunum væru þeir farnir að þjálfa sjimpansa fyrir þessi flóknari verk.