Lesbók12.11.02 — Enter

Hvað skal segja? Það er æði langt síðan ég las síðast bók sérstaklega ætlaða táningsstúlkum. Sennilega líður nokkur stund áður en ég geri það aftur.

Hér kynnumst við lauslega hinni hrokkinhærðu Lundúnapíu Ellie, fjölskyldu hennar og vinkonunum Mögdu og Nadine. Ellie þessi verður skotin í pjakknum Russel og ... hmmm ... já og svo ekki meir.

Það gerist déskotakornið ekkert í þessari frásögn - mér var skítsama hvað þessir krakkabjánar pöntuðu sér á McDonalds, þar sem þau eyddu flestum blaðsíðunum - og fjandinn fjarri mér að ég hafi áhuga á tilvistarkreppu orsakaða af skertum útivistartíma barna. Helst að áhugaglóð kviknaði þegar ein stelpuglennan var að reyna að koma kennaranum sínum til - en það varð ekkert úr því frekar en öðru.

Þýðingin er dágóð, engar villur slógu mig en nokkuð einkennilegt þótti mér að sjá allþekktum danslagatextum slælega snúið upp á íslensku - sérstaklega þar sem þýðandi lét ekki eftir sér að staðfæra atburðina, sem hefði ekki komið að sök og máske fært þessi blessuðu stelpuskrípi ögn nær manni.

Ég get ekki með góðri samvisku mælt með 'Stelpum í stuði' fyrir fullorðna karlmenn, en vel má vera að hún höfði til táningsstúlkna, þar sem hún fjallar nú einu sinni um það sem á sér stað í ungum og ómótuðum hugum þeirra - ekkert.

 
Enter — Sálmur
 
Myglar — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Kaktuz — Forystugrein
 
Kaktuz — Sálmur
 
Kaktuz — Sálmur
 
Enter — Leikrit
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
        1, 2, 3 ... 179, 180, 181, 182