Lesbók06.08.02 — Enter

Helgin var prýðisgóð að mestu. Ég missti reyndar af rútunni á UGLI en það kom ekki að sök, mig langaði hvort eð er lítið til að hírast í tjaldræskni einhversstaðar fjarri mannabyggðum, eigandi það á hættu að vera hafður að hlandtrogi eða troðinn undir af úlfgröðum smámeyjafans.

Þess í stað átti ég náðuga daga í Reykjavík. Náði m.a. á föstudeginum að hreinskrifa kafla í "Eldiviðarúlpuna", sem er vinnuheiti á nýrri skáldsögu.

Laugardagskveldið var þó ekkert til að hrópa húrra fyrir. Þá brá ég mér af bæ með þeim Spesa og Indriða (sem aldrei þessu vant var með rænu) og við sóttum einhverja skrípalátahátíð í Iðnó. Spesi vildi ólmur fara því litli frændi hans spilaði á túbu í einu atriðinu - eða eitthvað í þá veru.

Þarna átti sér stað ægilegur hávaðabelgingur og lágmenningarleg slikja lá sem mara yfir gestum. Það varð mér til happs að ég fann barþjón í vari og sat ég þar með hnetur í eyrum, að grískum sið, þar til Spesa þóknaðist að draga mig með sér niður í katakombur Iðnósins til að finna þar einhvurn doktor. Ekki var sá nú menntaðri en svo að hann hrifsaði af mér hnetupokann minn og slafraði í sig. Er mér til efs að doktorsritgerð þessa hranalega manns sé mikið þykkari en hár hans, sem ekkert er.

Sunnudeginum varði ég í lestur á verkum Vigdísar Grímsdóttur og mánudegi í leit að lokaðri verslun. Hvorugt bar árangur.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182