Lesbók11.11.02 — Enter

Um helgina sá ég Gullæði Chaplins í bíó - nokkuð sem ekki býðst á hverjum degi. Ég ætla ekki að hafa mörg orð um list þess mesta snillings kvikmyndasögunnar sem dettur betur á rassinn en nokkur annar. Ég verð þó að segja að það að horfa á Chaplin þegja í klukkutíma tekur öllum grínvaðli og uppistandi síðustu tveggja áratuga fram - og vel það.Undirleik á sýningu annaðist Sinfóníuhljómsveit Íslands og var einkar ánægjulegt að sjá að eitthvað gagn megi hafa af þeirri ágætu sveit - þó alltaf þyki mér hún full fjölmenn. Lítið var um feilnótur og stjórnandi hélt prýðilega í við atburðarás myndarinnar, en hann hefði nú mátt vera í jakka blessaður.Eitt þótti mér til vansa. Nú hefur brúkast um skeið í kvikmyndahúsum svonefnt THX-hljóðkerfi þar sem hljóð berst að manni út öllum áttum og eykur mjög á upplifelsið. Væri ekki ráð, næst þegar sinfónían tekur að sér viðlíka verkefni að henni sé dreift betur um salinn. Vel má hugsa sér að hengja hljóðfæraleikara niður úr rjáfrinu í eins konar körfum, ellegar hylkjum. Þá þyrfti maður heldur ekki að hafa þetta fyrir augunum.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182