Lesbók21.05.02 — Myglar

Já, hún var skemmtileg ferðin í sumarbústaðinn hans Kaktuzar á Þingvöllum. Ég verð þó að játa að nokkur atriði skyggðu á gleðina:

  • Enter var sárþjáður vegna únliðsmeiðslanna sem hann hlaut í biljarðinu um daginn. Við urðum að bera farangurinn hans til og frá bústaðnum, sem er tíu mínútna gangur, og þar að auki gat hann ekkert tekið þátt í eldamennsku eða þrifum.
  • Geðsjúk eldri hjón höfðu sölsað undir sig sumarbústaðinn þegar við komum þangað. Þau héldu því meira að segja fram að þau ættu bústaðinn, sem er augljóslega rugl enda segir Kaktuz að fjölskylda hans hafi átt hann í 7 ættliði. Kaktuz tók þau loks afsíðis og hlýtur að hafa sannfært þau, því við sáum þau ekki meira það sem eftir lifði ferðarinnar.
  • Spesi og Númi rifust og slóust alla helgina. Steininn tók þó úr þegar Spesi sakaði Núma um að vera með doktorspróf í vísindagrein sem ekki væri til, og Númi svaraði með því að væna Spesa um að vera með gervibarta.
  • Dr. Herbert er undarlegur náungi. Hann talaði í sífellu um að einhverjar verur hefðu átt við naflann á honum og að þar væri nú hægt að tengja "skammtafræðilegt fjölvíddamótald".
  • Þegar ég vaknaði á annan í hvítasunnu og ætlaði að setjast á kamarinn varð ég fyrir árás einhvers óargadýrs. Ég held svei mér að það hafi verið hundur. Eða köttur.
  • Ég ætla aldrei framar að bragða sérrí. Þó bragðið sé gott fer það illa í maga, auk þess sem maður verður ölvaður.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182