Lesbók28.10.02 — Spesi

Þær fregnir hafa borist mér til eyrna að fyrir helgi muni streyma hingað til lands um 2.500 Skotar til að berja augum skoska landsliðið í knattspyrnu, en það mætir einmitt hinu íslenska á Laugardalsvelli næstkomandi laugardag.

Þá hefi ég einnig frétt að aðeins um 1.000 þessara erlendu gesta hafi í raun og veru tryggt sér miða á landsleikinn, sem þýðir að um 1.500 Skotar koma hingað í fremur óljósum tilgangi. Vekur þetta nokkrar áleitnar spurningar sem ég tel vert að leitast við að svara. Hvað ætlast þessir einstaklingar fyrir með heimsókn sinni?

Augljóst má vera að hér er um hliðstæða heimsókn að ræða og þegar meðlimir einhvers austurlensks leikfimifélags vildu ólmir fá að heimsækja landið til að gera Mullers-æfingar sína í ásýnd Kínakeisara. Munurinn er þó sá að hér er um að ræða enn hættulegri einstaklinga sem munu hafa í frammi enn hættulegri æfingar, flestir undir áhrifum annarlega vímugjafa, í þeim tilgangi einum að valda landsliðsþjálfara Íslendinga andlegum skaða.

Í ljósi þessa krefst ég þess að dómsmálaráðherra vor sjái til þess að viðbúnaður lögreglunnar vegna heimsóknar þessarar verði í það minnsta jafn mikill og hann var í heimsókn Kínverjans. Þá legg ég til að þeim sem ekki hafi miða á leikinn verði meinuð innganga í landið yfir helgina og hinum verði gert að ferðast aðeins á fyrirfram skilgreindum svæðum, þar sem landsliðsþjálfari vor þarf ekki að berja þá augum.

Það verður að vera agi í herbúðunum!

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182