Lesbók26.09.02 — Fannar Númason Fannsker

Líkt og margoft hefur komiđ fram á síđum ţessa vefs, er ég mađur limafagur og jafnan óađfinnanlega klćddur. Einnig hefur fólk gjarnan á orđi ađ ég sé međ eindćmum smekkvís. Ţessir kostir mínir hafa orđiđ til ţess ađ fólk leitar gjarnan til mín fyrir árshátíđir, brúđkaup, veislur og hverskyns mannfagnađi međ tilliti til litasamsetninga, ráđlegginga í klćđaburđi o.s.frv. Auk ţessa hef ég haldiđ fyrirlestra og námskeiđ um snyrtimennsku og framkomu. Ţetta litla áhugamál mitt hefur ekki oft ratađ á síđur Baggalúts, en ég stóđst ekki mátiđ nú ţegar haustiđ gekk í garđ og tók púlsinn á hausttízkunni.

Kventízka

Nú er haustiđ brostiđ á og styttist í veturinn, sem verđur afar hefđbundinn ţegar kemur ađ fatatízkunni. Flest bendir til ađ mikiđ verđi um ţykkan, gerđarlegan fatnađ, sérstaklega ţegar líđa tekur á veturinn. Barónessugrćnt verđur vinsćlt međal kvenna og djöflaröndótt terlín mun tröllríđa karlatízkunni. Eins má búast viđ ađ dúnflíkur í öllum regnbogans litum, nema helst tefflongulu, verđi áberandi og sömuleiđis hvurskyns flísflíkur, húfur og jafnvel treflar.


Svava Steinsen á barónessugrćnni blússu.

Brúđkaup


Salurinn var afar smekklega skreyttur


Brúđhjónin skála međ kristalsglös frá Brenzioné.

Undirritađur brá sér í brúđkaup um helgina hjá ţeim Lovísu Haralz, innanhússhönnuđi og svissneska tízkumógúlnum Gunther Sperz. Ţađ var stórkostleg veisla og skreytingarnar voru hreint dásamlegar, en ţemađ var barónessugrćnt í mótstöđu viđ eplagyllt. Brúđhjónin skörtuđu sérhönnuđum fatnađi frá Deemor og voru sérstaklega glćsileg. Skemmtilegt var ađ sjá stóran vinkvennahóp Lovísu, sem var dásamlega lekker! Ţćr voru allar klćddar fáguđum eplagylltum mussum, eins og blanda af Janisi Joplin og Vigdísi Finnboga. Sannarlega stórbrotin veisla.

Freyjur flugsins

Flugfreyjur eru áberandi smekklega klćddar miđađ viđ kynsystur sínar í öđrum störfum, t.d. kennslukonur, símadömur o.s.frv. Ég var svo heppinn ađ vera bođiđ í samkvćmi ţar sem flugfreyjur komu saman til ađ viđra nýjustu flíkur sínar, bera saman og dást hver ađ annarri. Ég hélt dulítinn fyrirlestur um andlitskrem og fékk svo ađ kynnast ţeim ađeins nánar ţegar leiđ á kvöldiđ. Ég verđ ađ segja ađ freyjurnar voru hreint út sagt "gordjöss" ţetta kvöld. Langflestar klćddar í framúrstefnulega blómakjóla, eins og svo mjög eru í tízku í Evrópu um ţessar mundir. Stórfengleg kvöldstund međ sérlega elegant konum.


Flugfreyjurnar voru hreint út sagt sláandi í framúrstefnulegum blómakjólum.

Stóll


"Köflustóll" Stenmarks, frá árinu 1985

Ađ lokum langar mig ađ benda á klassíska hönnun Jans Stenmark - "köflustólinn", sem aftur hefur veriđ ađ koma í tízku undanfariđ. Stólinn er fábrotinn, en um leiđ ögrandi og nýtur sín vel í hvađa umhverfi sem er.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182