Lesbók26.09.05 — Númi Fannsker

Mér finnst þetta alveg glatað sko. Að brjótast inn í tölvur hjá fólki og sjá til þess að persónuleg samtöl þess birtist í fjölmiðlum er glatað. Og að birta slíkt er náttúrulega fyrir neðan flestar hellur. Það er soldið eins og að selja þýfi í Kolaportinu: „já - þetta plasmasjónvarp hérna... sko það datt nú bara af vörubíl, þú færð það á 10.000 kall“.

Æi mér finnst þetta bara sjúklega lágkúrulegt og ömurlegt allt. Þætti það jafn sjálfsagt að birta hleranir á símum þessa fólks? Upptökur úr svefnherbergjum þess? Ljósmyndir af þeim á klósettinu: „Kjartan Gunnarsson pissar sitjandi! - Kemur mér algerlega í opna skjöldu, segir Jónína Benediksdóttir“.

Og svo er forsíðufrétt DV um ástarsamband virts ritstjóra og uppgjafarleikfimiskennara. Eins og það sé eitthvað merkilegra framhjáhald en hvað annað. Eins og þetta fólk megi ekki leggjast hvert með öðru bara eins og Júlli Strætóbílstjóri og Tóta hárgreiðslukona. Hvaða andskotans máli skiptir það? Hvurn fjandann kemur það okkur við hvort miðaldra kall úti í bæ eigi kynferðismök við einhverja kellingu úti í bæ? Annað eins hefur gerst!

Í guðanna bænum hættið þessu andskotans rugli áður en einhver slasar sig.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182