Lesbók29.10.04 — Enter

Nú er að duga eða drepast. Eftir hvern stórsigurinn á fætur öðrum er íslenska ólympíuliðið í briddsi komið með 293 í riðlakeppninni. 293 stig!

Einungis ein umferð er eftir - og í þessum skrifuðu orðum berjumst við hatrammri baráttu við blóðþyrst og úrræðagott lið Letta, sem hefur raunar átt undir högg að sækja.

Ég vil að þið áttið ykkur á mikilvægi sigurs og því að við komumst áfram í 16 liða úrslit. Sýnum alþjóðasamfélaginu í tvo heimana. Því þó við séum dvergar að burðum á risavöxnum leikvöngum boltaíþrótta, fimleika og annars líkamlegs erfiðis þá erum við enn risar við ferhyrndan leikvang rökhugsunarinnar.

Áfram Ísland. Ykkar skál! Bermúdaskál!

E.S. (bætt við 14:45)
VÚHÚHÚ! Við komumst áfram. Ég hef aldrei verið glaðari. Aldrei.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182