Lesbók02.06.04 — Númi Fannsker

Mikið óskaplega er þessa umræða um það hvort forsetinn eigi að skrifa undir fjölmiðlalögin eða ekki farin að ergja mig.
Auðvitað á maðurinn að skrifa undir lögin! Það er hluti af hans starfi að skrifa undir lög - alveg eins og það er hluti af hans starfi að vera fulltrúi Íslands í konunglegum brúðkaupum.
Skrifi maðurinn ekki undir er hann einfaldlega ekki starfi sínu vaxinn.

Það hafa mörg umdeild lög verið sett í valdatíð Ólafs Ragnars Grímssonar. Nægir þar að nefna svokölluð öryrkjalög, lög um miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði, lög um heimild til samninga um álverksmiðju í Reyðarfirði, lög um virkjun Jökulsár í Fljótsdal og eftirlaunalögin svokölluð.

Hvers vegna skrifaði forseti Íslands undir þessi lög, sem öll voru gífurlega umdeild, ef hann hyggst ekki skrifa undir fjölmiðlalögin? Ef til stæði að selja landið undir belgísku krúnuna þá skildi ég þessa umræðu. En það að réttkjörin stjórnvöld í landinu séu að taka óvinsæla ákvörðun er einfaldlega ekki ástæða til að beita slíku neyðarúrræði. Við höfum tækifæri til að koma þeim mönnum sem settu þessi lög frá völdum í næstu kosningum - á lýðræðislegan hátt. Og ég hvet þjóðina eindregið til að nýta sér það tækifæri.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182