Lesbók24.11.03 — Kaktuz

Síðastliðin misseri hefur töluvert borið á auglýsingum um bálfarir sem eru birtar að undirlagi KGRP (Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma). Þessi sjálfseignarstofnun rekur fjóra grafreiti og hefur að eigin sögn um 50% markaðshlutdeild í 'bransanum'.

KGRP hefur undanfarin ár sýnt bálförum vaxandi áhuga. Hefur stofnunin látið framkvæma að minnsta kosti þrjár viðamiklar símakannanir í þeim tilgangi að greina viðhorf markhópsins til þessa málefnis. Auglýsingar eru birtar í ýmsum fjölmiðlum og heimasíða samtakanna snýst að miklu leyti um þetta sama efni. Lesa má niðurstöður kannana um viðhorf almennings til bálfara, skoða myndir af duftkerum, fræðast um duftgarða og duftreiti, jafnvel er hægt að fylla út beiðni á Netinu um að láta brenna sig eftir andlát.

En af hverju bálfarir? Af hverju leggur KGRP svona mikla áherslu á að breyta gömlum greftrunarvenjum þjóðarinnar? Eru Íslendingar að verða uppiskroppa með pláss undir hefðbundna kirkjugarða? Er fjöldi þeirra sem greftraður er svo mikill að hætta sé á að landið, allir þeir 103,000 ferkílómetrar sem Ísland spannar verði brátt orðnir einn stór kirkjugarður? Ég leyfi mér að efast um það.

Annað hvort er hér um að ræða dellu sem þeir sem starfa í útfaraiðnaðinum hafa fundið upp hjá sjálfum sér vegna almennra leiðinda eða yfirvöld okkar eru orðin of nísk til að sinna þeim sem ekki eru lengur meðal skattgreiðenda. Hvorug skýringin er geðfelld að mínu mati.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182