Lesbók21.02.02 — Númi Fannsker

Einn er sá sjónvarpsţáttur sem ég missi ógjarnan af og er í raun eini ţátturinn (utan frétta) sem ég fylgist međ í sjónvarpi, en ţađ er menningarţátturinn Mósaík. Hinn geđprúđi Jónatan Garđarsson er afar skeleggur ţáttarstjórnandi og glćđir viđfangsefni sín sjaldséđu lífi međ glađlyndu fasi og hressandi framkomu. Fas hans og framkoma mátti sín ţó lítils í gćrkveldi ţegar svokölluđ "ungskáld" tróđu upp í ţćttinum. Eftir ţćr hörmungar sem ég varđ vitni ađ í ţćttinum lýsi ég ţví blákalt yfir ađ ljóđiđ sé steindautt og ţeir afskrćmdu uppvakningar sem "ungskáldin" okkar trana fram eigi á engan hátt tilkall til ađ kenna sig viđ ljóđ. Ţarna var t.d. Tulinus einn sem sest sveittur í glugga á hverjum degi áriđ um kring međ sitt prinsvalíanthár og listamannsgleraugu og hamrar á ritvélina sína "ljóđ". Ljóđ um hvađ? T.d. um Seríós. Ţarna var líka stórhćttulegt ungskáld sem skrifađi um "kúkabrún herbergi", er ţađ öll ögrunin sem ungskáldin hafa fram ađ fćra á vorum dögum? Er kúkur svo hćttulegur?

Gengisfelling ljóđsins er sorgleg stađreynd og ástćđan er ţađ fáránlega viđhorf sjálfskipađra menningarguđa okkar ađ ALLIR geti ort ljóđ. Margir halda ţví meira ađ segja fram ađ ţađ sé öllum hollt ađ yrkja! Ţađ hafi "hreinsandi" áhrif ađ finna tilfinningum sínum farveg í ljóđi. !!!
Ţvílík firra! Ţađ geta ekki allir ort ljóđ, hinsvegar fullyrđi ég ađ ALLIR geti hnođađ saman viđlíka orđmengun og ungskáldin í Mósaík gera. Ţađ er ljóđunnanda eins og sjálfum mér mikil raun ađ viđurkenna dauđa ljóđsins og ég syrgi ţađ mjög. Ekki svo ađ skilja ađ ekki séu enn til menn sem yrkja sönn ljóđ, ţađ sannast nú bara á síđum ţessa vefs, hinsvegar mega ţćr dauđahryglur sín lítils gegn ţeim her eiturspúandi uppvakninga sem tređur arfleifđ sína fótum og skilur eftir sig sviđna jörđ.

Góđar stundir.

Sendu Núma endilega póst: fannsker@baggalutur.com

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182