Lesbók13.10.03 — Enter

Góðir Íslendingar, takið eftir.

Nú eru meir að segja Kínverjar farnir að skjóta mönnum út í geiminn. Eftir sitjum við með fáeina fokkera, þyrlu Landhelgisgæslunnar og Ómar Ragnarsson.

Hvenær ætla íslensk stjórnvöld að taka af alvöru á þessum málum? Hvenær fáum við að sjá heilsteypta geimferðaáætlun Íslendinga? Hvenær verður það raunverulegur valkostur fyrir íslensk börn að verða geimfarar þegar þau vaxa úr grasi?

Ég hlýt að skora á ráðamenn að ígrunda þessi mál. Það getur fjandakornið ekki verið okkur ofviða að tjasla upp einni geimskutlu á sama tíma og við erum alvarlega að velta því fyrir okkur að byggja hér tónlistarhús.

Við megum ekki láta það eftir okkur að sitja heima meðan aðrar þjóðir þeysa út í víðáttur alheimsins. Sér í lagi ekki ef Kínverjar og aðrir austrænir roðamaurar eru farnir af stað. Því ef við höldum ekki vöku okkar gæti rauða plánetan brátt fengið alveg nýja merkingu.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182