Lesbók26.09.03 — Enter

Nú steypist enn og aftur yfir ţjóđina áróđur mjólkurfasismans.

Nú ćtla ég ekki ađ ćsa mig yfir ţví ađ viđ séum ađ leggjast á spena blásaklausra jórturdýra, lepjandi og tottandi ţađ sem ćtlađ er ungviđi ţeirra, en ekki fullfrískum öpum.

Ég ćtla heldur ekki ađ fjargviđrast yfir ţeirri einföldu stađreynd ađ mjólk er ekki góđ - hún er handónýtt vatnssull; sneydd öllum tilgangi og nćringargildi eftir ţá hrottalegu međferđ sem hún má sćta í ţví barbaríska framleiđsluferli gerileyđingar og fituhryđjuverka sem hér viđgengst.

Neinei. Ţađ sem nú fer öđru fremur í mínar fínustu er heiti herferđarinnar: nefnilegast 'muu'.

Hvađ í sterkúldnum dauđanum á ţađ ađ fyrirstilla, merkja og segja okkur almúganum? Jújú, ţessi sjálfumglöđu auglýsingameindýr vilja meina ađ slíkt sé opinbert tungutak íslensku kýrinnar.

Hvađ varđ um MÖ?!

Voru íslensku kýrnar svo önnum kafnar viđ ađ blóđmjólka sig ofan í okkar gapandi skrćlingjaskolta ađ nauđsynlegt reyndist ađ ráđa einhverjar útlendar katalóníubeljur í auglýsingarnar?

Já, 'muu' er spćnska beinasnarnir ykkar, 'moo' er enska,
- og á íslensku segjum viđ MÖÖÖÖÖÖÖÖ!

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182