Lesbók05.09.03 — Dr. Herbert

Á morgun tökum við Íslendingar á móti Þjóðverjum í landsleik í knattspyrnu. Í fyrsta skipti í knattspyrnusögunni eiga Íslendingar raunhæfa möguleika á því að komast í lokakeppni Evrópumótsins. Þýska liðið er í sögulegri lægð, og þrátt fyrir tvö niðurlægjandi töp fyrir Skotum, eygja strákarnir okkar enn möguleika á efsta sæti riðilsins.

Það er tími til kominn að Íslenska landsliðið setji sér háleit markmið. Tilgangurinn með því að taka þátt hlýtur að vera að sigra. Það man enginn hver varð í öðru sæti, jafntefli eða tap er alltaf óásættanlegt. Bagglútur fagnar ráðningu nýrra landsliðsþjálfara sem bersýnilega stefna hátt.

Styðjum vel við bakið á strákunum á morgun, tökum kröftuglega undir í þjóðsöngnum og sýnum Þjóðverjunum hvar Davíð keypti ölið. Áfram Ísland.

 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
        1, 2, 3, ... 180, 181, 182