Lesbók03.09.03 — Myglar

Nú á enn eina ferðina að fara að setja sauðfjárbændur á höfuðið.
Bankar og aðrar valdastofnanir hafa af einhverjum ástæðum tekið til við að framleiða kjúklinga- og svínakjöt af miklum móð og demba því svo yfir viðskiptavini á svo lágu verði að það getur einungis talist árás á heiðarlega sauðfjárbændur, en eins og skyni bornir menn vita ruglast almúginn oft á þessum gerólíku framleiðsluvörum. Það blasir ekkert annað en gjaldþrot við bændum um allt land ef þeim er ekki tryggður markaður fyrir framleiðsluvöru sína, svo ljóst má vera að hér verður ríkisstjórnin að grípa inn í.
Ég hvet því þingmenn og ráðherra Framsóknarflokksins til að grípa skjótlega til eftirfarandi aðgerða:


  1. Styrkir til sauðfjárbænda verði auknir.
  2. Lágmarksverð verði sett á kjúklinga- og svínakjöt, svo að framleiðsla sauðfjárbænda sé samkeppnishæf.
  3. Hver fjölskylda í þéttbýli verði skilduð til að kaupa svo sem eins og 5 kíló af kindakjöti á viku. Slíkt kæmi sér ekki einungis vel fyrir bændur heldur myndi það bæta heilsu og almenna líðan neytenda til muna.
  4. Sjósókn verði bönnuð og vistarband tekið upp á nýjan leik, til að tryggja bændum vinnuafl á sanngjörnu verði og auka á nýjan leik hróður sveitanna.


 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Dagbók
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
        1, 2, 3, 4 ... 180, 181, 182