Lesbók01.06.01 — Númi Fannsker

Sá ósiđur manna ađ veitast ađ sakleysingjum vegna skođanna ţeirra virđist nokkuđ algengur hér á landi. Sífellt heyrir mađur af fólskulegum árásum launmorđingja "sannleikans", sem af illsku sinni og hugsanaţrengslum ráđast á sér minni máttar í örvinglađri leit ađ fyllingu. Ekki hyggst ég leggjast í slíka umrćđu, en langar ađeins ađ benda á hvurnig samfélag vort engist sundur af ţvermóđskufullum, andans aumingjum sem naga bein lýđrćđisins ađ mergi. Slík menningarleg hryđjuverk eiga ekki heima međal siđađra ţjóđa, ţess háttar húmbúkk vćri helst mátulegt á skrćlingaţjóđir í suđri, en ekki skynsamt fólk eins og hér býr. Gleymum ekki hversu ţröng sýn getur villt um fyrir mönnum á göngu ţeirra um samfélagsins breiđgötur. Einblínum ekki á flísina í rauđsprengdu auga náungans, sláum heldur bjálkann úr okkar eigin! Bjálkar eru jú efniđurinn sem reisa má úr heilar borgir, sem hýst geta menningu og drauma allra lifandi ţegna ţessa lands, sem af ást sinni á tungu, landi og gćđum ţess hafa lapiđ dauđann úr skel danska auđvaldsins og nú hins bandaríska sem lćsir biksvörtum krumlum sínum um hjarta Íslands. Og svo er kreist! Og fjallkonan engist um sem hái hún dauđastríđ sitt viđ hiđ andlega krabbamein sem henni hefir veriđ byrlađ. Gleymum ekki sjálfstćđisbaráttunni, munum Fjölnismenn og ţeirra líka. Látum ekki erlent auđvald taka okkur í bakaríiđ.

Góđar stundir

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182