Lesbók15.05.03 — Fannar Númason Fannsker

Eins og stundum hefur komið fram í pistlum mínum á þessum vettvangi er ég limafagur maður, hraustur á sál og líkama og í stöðugri leit að líkamlegri og andlegri fullkomnun. Uppbygging líkamans helst í hendur við hraustlegt fas og agaðan anda. Það er trú mín að með tamningu holdsins náist sá agi sem svo mjög skortir í nútímasamfélagi - öllum til heilla.

Þann 15. júlí rennur út frestur til umsóknar um að halda Ólympíuleikanna árið 2012. Íslendingar virðast nú, sem endranær ætla að láta slíkt tækifæri renna sér úr greipum, þrátt fyrir að nú séu nægir peningar til í þjóðarbúinu og áhugi Íslendinga á íþróttum og gildi hollrar hreyfingar sé í sögulegu hámarki.

Vel mætti hugsa sér að reisa ólympískan leikvang í Hveragerði. Þar er löng hefð fyrir nýstárlegum framkvæmdum í þágu samfélagsins og bærinn hefur vart borið sitt barr eftir að Tívolíið flæmdist þaðan á sínum tíma, skömmu eftir að aparnir bráðskemmtilegu létust úr torkennilegum sjúkdómi (sem ég tel reyndar að hafi orsakast af hreyfingarleysi). Einar Vilhjálmsson, sá merki afreksmaður, yrði þá verndari leikanna og Bjarni Friðriksson, okkar fræknasti kappi fyrr og síðar verður á hátindi ferils síns árið 2012 - reiðubúinn að sýna heimsbyggðinni hvar Davíð keypti ölið!

Nú er lag fyrir íslensk stjórnvöld að láta slag standa og ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir svo sækja megi um fyrir tilsettan tíma. Virkjum nú alla sem valdið geta vettlingi og komum Íslandi í fremstu röð þjóða heims! Gefum æsku þessa lands vettvang og frumkvæði til að skipa sér sess meðal frækilegustu afreksmanna veraldar! Fylkjum nú liði og látum drauminn rætast - fyrir æskuna, fyrir þolgæði víkinganna, fyrir söguna, fyrir Ísland!

 
Kaktuz — Saga
 
Kaktuz — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Fannar Númason Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
        1, 2, 3 ... , 180, 181, 182