Lesbók18.04.03 — Enter

Sjávarsvampurinn, ein furđuskepna hafdjúpanna sem liggur hreyfingalaus á hafsbotni í laginu líkt og lúffa eđa hanski - og er af íslenskri orđdirfsku og hugfimi nefndur njarđarvöttur (sem útleggst sem vettlingur sjávargođsins Njarđar). Mér varđ hugsađ til hans í dag.

Afhverju? Svampdýr lifa ađ jafnađi ekki sérlega spennandi eđa athygliverđu lífi. Ţessir hćversku hryggleysingjar una hag sínum dável, grónir fastir viđ hafsbotninn, sötra sinn sjó og eru almennt lausir viđ amstur og vafstur heimsins.

Nema í dag, föstudaginn langa.

Föstudagurinn langi. Ţegar Pílatus ţvođi sér loksins um hendurnar og Kristur burđađist međ tréverkiđ upp á Hauskúpuhól, ţegar bingóspjöldum er snúiđ á hvolf og danssölum lćst, ţegar niđurdregnir fánar blakta viđ hverja bensínstöđ, ţegar sannkristnir hýđa börn sín - ćrđir og píndir af kjötţorsta föstunnar, ţegar útvarpiđ stynur upp grátklökkum passíusálmum og prestar titra af sorg.

Föstudagurinn langi. Ţegar svampdýrin gráta.

Í 600 milljónir ára lágu ţau óáreitt, eldri og einfaldari öđrum dýrum, engum til ama. Ţangađ til einn örlagaríkan dag, föstudag, ađ Jesú nokkurn ţyrsti. Hjóp ţá nćrstaddur áhugamađur um opinberar aftökur til, greip blásaklausan njarđarvött og rak á kaf í edikfötu, festi á spýtu og otađi framan í verđandi frelsara ţar til hann öskrađi af sársauka og gaf upp andann (Matt 27:48-49).

Ć síđan ţjást vesalings svampdýrin af yfirţyrmandi samviskubiti og nötrandi harmi á ţessum degi, enda óvenju litlar sálir sem síst allra áttu von á ađ valda dauđa sjálfs Messíasar. Ţví liggja ţau venju fremur hreyfingalaus og hljóđ allan daginn og óska sér helst ađ hverfa međ öllu.

Sú ţrá verđur, segir sagan, svo firnasterk ađ á kvöldin spretta af ţeim grjóthörđ, lifrauđ tár, sem stöku sinnum rekur á land. Ţađ kalla menn hulinhjálmsstein.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182