Lesbók11.04.03 — Enter

Í gćrkvöldi brá ég mér á konsert á Grandrokki í miđbć Reykjavíkur. Ţar stóđu fyrir dyrum tónleikar kvartettsins dr. gunna, sem er hugarfóstur Gunnars Lárusar Hjálmarssonar, doktors í jađarmúsík hverskonar, undarrokki og skringipoppi. Ég pantađi mér vatnsglas á barnum og settist spenntur. Vitanlega byrjuđu tónleikarnir ekki á auglýstum tíma og mátti ég bíđa heilar tíu mínútur áđur en hreyfingar varđ vart á sviđi. Ţetta leiđist mér.

En allt um ţađ. Sveitin hóf leik sinn og var verkefni hennar ađ leika og kynna lög af fyrirhugađri plötu. Sú ber vinnuheitiđ 'Flatus lifir!', eftir allsérstćđu veggjakroti af Kjalarnesinu - og vona ég heitt og innilega af öllu hjarta, hug og sálu ađ nafniđ haldist, enda brýnt og löngu tímabćrt ađ festa ţessa gersemi tungumálsins og íslenskrar sögu í annála.

Hljóđ var arfaslakt í upphafi en skánađi mikiđ strax eftir fyrsta lag. Sveitin var kyrfiţétt og sýnilega áhugasöm, sem er mikill kostur. Lögin voru velflest stuttaraleg, glađleg og kraftmikil. Nokkurs konar snurfusađ hamingjupönk. Hafđi ég persónulega meira gaman af seinni hluta plötunnar, ţá sérstaklega dáleiđandi melódíunni í 'Eftir 100 ár' - og ítrunaróđurinn 'Má ég vera međ ţér' fannst mér mikiđ ćđi. Ţess ber ţó ađ geta ađ einfeldningurinn hann Spesi, sem sat ţarna međ mér hafđi meira gaman af fyrri hlutanum, en hann var reyndar drukkinn.

Herr doktor Gunnar stóđ sem fastast fyrir miđju sviđi og gól og skrćkti ásamt ţví ađ tukta ćrlega til fölleitan gítarpjakk af miklu listfengi og áfergju. Gunnar ţótti mér eiga ţarna góđa kvöldstund. Röddin, sem var eilítiđ óstyrk í fyrstu, braggađist eftir ţví sem á leiđ og er kappinn augljóslega í blússandi formi - ţó hann hvorki hoppi né ćđi upp veggi eins og títt er međal móđursjúkra sönghćnsna, íslenskra. Doktorinn er allt ađ ţví rökfastur í hóflegri framkomu sinni - og ţykir mér ţađ kostur. Hann fćrđi ţó fćtur í sundur í aukalögum, svo mikill var ćsingurinn orđinn.

Međ Gunnari léku ţrír piltar. Bumbur barđi af festu ákaflega traustvekjandi og snyrtilegur drengur sem ţegar mikiđ lá viđ söng bakrödd - og komst vel frá. Aukahljóđsgítar sló slétthćrđur sláni, sem í einleiksköflum hniprađi sig á furđulegan hátt saman yfir hljóđfćrinu og framkallađi ýmis ókennileg hljóđ - sem var gaman. Annar sláni, efalítiđ vel á ţriđja metra og húđflúrađur ađ hćtti Stjána bláa, lumbrađi á taugaveikluđum bassarćfli og fór á tíđum hamförum - er langt síđan ég hef séđ jafn ígrundađar og ábúđamiklar rokkstöđur á sviđi.

Ţessir tónleikar voru ađ öllu samanteknu hin besta skemmtan og hlakka ég óspart til ađ heyra 'Flatus lifir!' í endanlegri mynd. Eftir tónleikana forđađi ég mér ţó hiđ snarasta, enda skuggalegar verur á sveimi kringum doktorinn - auk ţess sem hann sjálfur held ég hafi enn ekki fyrirgefiđ mér ţrífaradjókinn hérna um áriđ.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182