Lesbók02.04.03 — Númi Fannsker

Á dögunum greiddi ég 800 krónur til ađ horfa á félagslega raundramađ um Manpúkann (e. Daredevil). Púki ţessi verđur fyrir ţví óhappi sem barn ađ yfir hann skvettist geislavirkur úrgangur sem sullast í augu hans og veldur einhverskonar skammhlaupi í heilanum. Drengurinn missir sumsé sjónina, en önnur skynfćri magnast svo mjög ađ hann fer ađ sjá međ eyrunum - sem er stórmerkilegt út af fyrir sig.

Stórkostlegt var ađ sjá hvernig blindi drengurinn, öryrkinn, reif sig upp úr vesćldómnum međ iđkun leikfimi og neyslu heilsusamlegs fćđis. Á fáum árum var hann orđinn hraustari en skyggnustu vígamenn og lumbrađi á ţrjótum og fúlmennum sér til skemmtunar á kvöldin. Hćkjan hans - blindrastafurinn - varđ honum ađ öflugu vopni og gaman var ađ fylgjast međ ţví hvernig mađur sem hafđi alla burđi til ađ verđa félagslegt vandamál sigrađist á fötlun sinni og notađi hana öllu mannkyninu til góđa! Sannarlega góđ fyrirmynd fyrir unga öryrkja.

Ţrátt fyrir ađ myndin sé ađ vissu leyti raunfélagslegt meistaraverk, er á henni nokkuđ stór galli; hún er drepleiđinleg. Handritiđ er rusl og leikurinn hlćgilegur. En ţađ verđur víst ekki á allt kosiđ.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182