Lesbók08.03.03 — Númi Fannsker

Ekki fer ég oft í kvikmyndahús, ţó stundum ţegar sérlega áhugaverđar kvikmyndir eru til sýnis - t.d. á kvikmyndahátíđum eins og ţeirri norrćnu sem nú stendur yfir í Háskólabíói. Ţar er sýnd kvikmyndin Mies vailla menneisyyttä (Mađur án fortíđar), eftir finnska mannvininn og snillinginn Aka Kaurismaka. Aki ţessi á ađ baki kvikmyndir eins og Juha, Kauas pilvet karkaavat, Pidä huivista kiinni, Tatjana og Leningrad Cowboys.

Nokkuđ fjölmenni var á sýningu myndarinnar í gćrkvöldi klukkan 22, ţó ţurfti ég ekki ađ standa í röđ til ađ kaupa mér poppkorn, né viđ inngöngu í salinn - slíkt ber ađ ţakka. Hins vegar fóru drunurnar úr samliggjandi sal óskaplega í taugarnar á mér, ţar sem engu var líkara en stórvirkar, pústlausar vinnuvélar vćru ađ brjóta salinn niđur. Einnig ţykir mér fráleitt á kvikmynd sem ţessari ađ brjóta hana upp í miđju gullfallegu atriđi svo gestir geti keypt sér meira popp!

Kvikmyndin sjálf var hin besta - uppfull af mannúđ, húmor og ţeirri drungalegu en um leiđ einföldu heimspeki sem einkennir svo marga Finna, sérstaklega téđan Aka.
Leikur var prýđilegur og finnska er ákaflega fallegt tungumál sem rennur án strits og lćtur vel í eyrum.

Ţó er ljótt, ef satt er, hversu aumar ađstćđur sumir Helsinkibúar lifa viđ - en Kaurismaki sýnir ađ jafnvel hinir aumustu eiga von um betra líf og fegurđin leynist oft á ólíklegustu stöđum, jafnvel í ryđguđum gámum viđ höfnina.

Húrra fyrir Aka Kaurismaka, húrra fyrir Háskólabíói, húrra!

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182