Lesbók22.08.02 — Enter
Ég á bráðum afmæli. Ég hef áður átt afmæli og eitt þeirra endaði - fyrst með ósköpum, en seinna sem sonnetta.

til hamingju með daginn, dettum íða!
dönsum einsog fífl og sleikjum osta
- eftir hafa slökkt með þrúgum þorsta
þá má míga lygilega víða

þín sveltandi í bílífshofum bíða
barmafylltar meyjar knúðar losta
- finnist þér það fráleitt hvað þær kosta
færððér heldur pulsu en að ríða

um síðir skríður heim úr gjálífsgjótum
glaseygt hrak sem út er búðað henda
ekki fleiri freistingar að hnjótum

loks er syndum ælt á fjórum fótum
festur svefn þá vit í klóskál lenda
- já, svona eiga afmæli að enda!

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182