Lesbók02.08.02 — Enter
Þetta kvæði samdi ég á basar í Bífran - skelfing sem það var nú lélegur basar.

einhverntíman, eftilvill
og óralangt í burtu
mun ástin smjúga inn í þig
óvænt - kannskí sturtu?

eitt undirförult augnablik
og efinn verður vissa
morguninn sem mætir þér
er málverk - ekki skissa

einmitt þá á þessum stað
- og þykir mér það leitt -
ég bara verð að banka upp
og biðja þig um eitt

- þú rifjir upp þau rykföllnu orð
sem ég reyndi þó að segja
en ég bíð þín ekki til eilífðarnóns
því á endanum mun ég deyja

 
Kaktuz — Saga
 
Kaktuz — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Fannar Númason Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
        1, 2, 3 ... , 180, 181, 182