Lesbók04.11.13 — Enter

Það er margt sem ég þoli illa eða ekki. Nýjasta óþol mitt beinist að þýðingum. Eða réttara sagt skorti á þeim. Eða enn réttara sagt, skorti á aðgengi að þeim.

Mér finnst hreint út sagt fáránlegt að ég geti ekki gengið að þýðingum sjónvarpsefnis og kvikmynda vísum, þegar ég þarf á þeim að halda.

Til hvers var verið að þýða þetta? Fyrir eina útsendingu? Væri eðlilegt að þýða skáldsögu, lesa upp úr henni einu sinni og fleygja svo þýðingunni?

Ef ég ætla að horfa á Löður, Derrick, Hótel Tindastól, Matlock eða Prúðuleikarana — já eða fokkings Dallas — á ég þá ekki að geta nálgast þær þýðingar? Með til að mynda álíka mikilli fyrirhöfn og það tekur mig að nálgast sjálft myndefnið.

Rétt eins og ég get á næsta bókasafni nálgast þýðingu á öðrum menningarverðmætum, eins og Don Kíkóta, Kapteini Ofurbrók og Ástríki Heppna? Eða hvað þessar skruddur heita nú allar saman.

Það er fjandakornið búið að þýða allar helstu kvikmyndir sögunnar, en samt ég get hvergi — HVERGI NOKKURS STAÐAR — nálgast þessar þýðingar. Það er galið.

Er kannski búið að henda þeim? Og ef svo er, hver henti þeim? Er virkilega enginn að passa upp á Guðföðurinn, Lassí, Stjörnustríð, Aftur til framtíðar og Lögregluskólann?

HA?!

Er bara búið að henda æsku heillar kynslóðar og urða hana á VHS og DVD haugum heimsins. Ég vona ekki.

Ég er í alvörunni verulega pirraður yfir þessu. Svo pirraður, að ég væri jafnvel til í að borga fyrir þessa þjónustu.

 
Enter — Sálmur
 
Myglar — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Kaktuz — Forystugrein
 
Kaktuz — Sálmur
 
Kaktuz — Sálmur
 
Enter — Leikrit
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
        1, 2, 3 ... 179, 180, 181, 182