Lesbók28.03.13 — Enter

Mikið dásamlega er hún ánægjuleg morgunlesningin um nýja fína kísilverið okkar í Norðurþingi. Samanber þingskjal 1108. Sér í lagi er þriðja greinin, þessi um skattlagningu og gjaldtöku, hressandi.

Það var þungu fargi af mér létt að sjá að hinir stórhuga kísilunnendur þurfa ekki að hafa áhyggjur af óþarfa gíróseðlum og rukkunum fyrir umhverfisgjöldum, umhverfissköttum, tryggingagjöldum, sköttum og gjöldum á raforkunotkun, útblástur lofttegunda, losun úrgangsefna og svoleiðis tittlingaskít — og geta því einbeitt sér af fullum krafti að blessuðum kíslinum.

Að þessu sögðu veldur ein greinin mér þónokkrum áyggjum. Nefnilega þessi:

2. Þrátt fyrir ákvæði 4. tölul. 2. mgr. 9. gr. laga nr. 99/2010 skal félagið undanþegið stimpilgjöldum af öllum stimpilskyldum skjölum sem félagið gefur út eða stofnað er til í tengslum við uppbyggingu fjárfestingarverkefnisins.

Og því spyr ég.

1) Hver á að greiða fyrir alla stimplunina? Þessi skjöl stimpla sig jú ekki sjálf nú orðið.

2) Er tryggt að allri stimplun verði stillt í hóf og þannig leitast við að takmarka kostnað þjóðfélagsins af stimpluninni?

3) Get ég, sem dyggur þjóðfélagsþegn og kísilunnandi, tekið að mér stimplun í sjálfboðavinnu, til að létta undir með stóriðjunni?

Það væri gott að fá svör við þessum spurningum hið fyrsta. Svo ég geti tekið þessa framsæknu stóriðju — sem mun efalítið koma Íslandi í fremstu röð í alþjóðlega kísilbransanum — í fulla sátt.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Dagbók
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
        1, 2, 3, 4 ... 180, 181, 182