Lesbók21.12.12 — Enter
Samið af gefnu tilefni.

Þeir spáðu fyrir löngu langa að lífið myndi úr sér ganga
mannkyn inn í myrkrið spranga, meðan blésu hríðarél.
Heimur falla og farast myndi í fárviðri og ægivindi
Þetta fannst í fornu bindi — fremur hæpnu, að ég tel.
Verulega vafasömu, vísdómsriti, að ég tel.
— Ef heimurinn endar í nótt, þá endar hann vel.

Þig langar máske helst að hlæja að hrakspám löngu dauðra Maya.
Fjasi þeirra frá þér bægja, fá þér annað hanastél.
En kannski, bara kannski mætti kanna með einföldum hætti
Hvort spádóms-Mayinn mikli ætti — meðaldræga tímavél.
Kannski á hinn mikli Mayi meðaldræga
— Ef heimurinn endar í nótt, þá endar hann vel.

En örvæntu þó ekki væna, ekki á fornar rúnir mæna
Þeir höfðu varla glóru græna, gæjarnir við suðurhvel.
Og þó svo heimur okkar endi — og allt í flennifokki lendi.
Einkaboð ég á þig sendi og allt í þínar hendur fel.
Já, elsku besta Maya–Mæja, mig í þínar hendur fel.
— Ef heimurinn endar í nótt — þá endar hann vel.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182