Lesbók04.12.01 — Enter

Ég er seinþreyttur til vandræða, og tek mér sjaldan penna í hönd til að skrifa styggðaryrði til nokkurs manns. En á dögunum fauk þó illilega í mig á ekki ómerkari stofnun en sjálfustu Landsbókasafninu. Ég hafði þá tekið á mig rögg og ákveðið að fræðast nánar um það sem nefnt hefur verið Internetið, ég hugðist reyna að komast yfir þennan grip sem mér er sagt að geymi allan heimsins fróðleik. En ekki reyndist hlaupið að því. Ég leitaði lengi í hillum safnsins og fann jú ósköpin öll af doðröntum og fræðiskruddum sem allar fjölluðu á einn eða annan hátt um þetta fyrirbæri - en ekki fann ég Internetið sjálft. Ef ég bar mig til við að spyrja starfsfólk fékk ég aðeins háðsglósur og miður nýtanlegar upplýsingar. Var mér ´meir að segja bent á að brúka tölvu!! en á þeim appírötum hef ég aldrei haft mikið álit.
Því spyr ég - ber Landsbókasafni ekki skylda til - sem uppfræðingarstofnun og menntasetri - að eignast eintak af þessu mæta riti, Internetinu - rétt eins og Britannicu, Biflíunni og Kóraninum? Mér er spurn.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182