Lesbók12.11.11 — Enter

Formansslagur sjálfstæðisflokks stendur fyrir dyrum.

Þetta er reyndar fremur átakalítill slagur, eiginlega bara svona vinsamlegur gannislagur – sem endar snarlega ef hárgreiðsla annars frambjóðandans á það á hættu að aflagast. Eða ef annar hvor sýnir merki um að fara hugsanlega að gráta.

Þau eru nefnilega viðkvæm, blómin bláu, sem bjóða sig fram. Tveir undurfagrir nýútsprungnir knappar af sama stilknum. Vökvuð og nærð af sama fólkinu, sprottin úr sömu moldinni, dekstruð af sömu höndum, knúin sömu hvísluðu orðunum.

Þetta er í raun dálítið eins og að velja réttan borðdúk fyrir matarboð. Þetta snýst aðallega um sjatteringu. Hvort passar betur tilefninu – servíettunum og stellinu. Hvort kunna gestirnir betur að meta, ljós- eða dökkblátt?

En auðvitað snýst þetta allt um einmitt það. Réttu sjatteringuna. Allt þarf jú að líta óaðfinnanlega út, áður en veislan getur hafist að nýju.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Dagbók
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
        1, 2, 3, 4 ... 180, 181, 182