Lesbók10.11.09 — Enter

Það sem háir þessari þjóð er yfirdrifið bruðl á mannskap.

Tökum einfalt dæmi.

Það mætti hæglega saxa duglega niður í sinfóníuhljómsveitinni, ein fiðla ætti að vera feykinóg, ásamt magnara og sæmilegu chorus-fótstigi. Það sama gildir með önnur hljóðfæri.

(Raunar mætti hæglega leysa sveitina af hólmi á einu bretti með einum sæmilega fjölhæfum skemmtara, en það er önnur saga.)

Tökum annað dæmi, sem ég kýs að kalla bændabruðlið.

Einn bóndi per tegund er yfrið nóg; einn túmatabóndi, einn rollubóndi, einn dúnbóndi og einn valmúabóndi – eða hvað það nú er sem þetta lið er að rækta. Þeim mætti svo fjótlega fækka í einn. Bóndann.

Þetta kerfi mætti raunar yfirfæra á flestar aðrar stéttir. Einn bakara. Einn myndlistarmann. Einn rakara. Einn róna. Eina löggu. Eina sjónvarpsþulu. Einn ráðherra. Einn forseta.

Þið skiljið hvað ég er að fara. Svipað kerfi og í Kardemommubænum. Einfalt, skilvirkt, ódýrt.

Það sér hver maður hagræðið af þessu. Það er einfaldlega ekki pláss fyrir fleiri en einn í hverri stétt á þessu smáskeri.

Hugsanlega tvo barþjóna. Og tvær barnapíur. Annað sleppur.

Þeir sem ekki komast að geta svo bara farið eitthvað annað.

Sjálfur skal ég taka að mér ráðningar.

 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
        1, 2, 3, ... 180, 181, 182