Lesbók14.10.08 — Enter

Ég vil vekja athygli allra góðra og velþenkjandi manna á tímamótabarnaplötunni Gilligill, sem hefur að geyma ellefu upprennandi ódauðleg meistaraverk eftir sjálfan mig. Og er óhætt að segja að ég sé þar upp á mitt allra besta.

Það er Memfismafían alræmda sem sér um hljóðfæraslátt af aðdáunarverðri snilli og ýmsir ástsælustu söngvarar þjóðarinnar syngja og tralla eins og þeir eigi líf að leysa.

Hljómskífan er komin á brunaútsölu á tónlist.is, en mun æskilegra er að fólk kaupi sér hana fyrir síðustu aurana sína úti í búð, enda öll umgjörð einstaklega vönduð og vegleg.

Ef ég ætti að finna að einhverju þá er hljómskífan full stutt fyrir minn smekk.

Annars segi ég bara: verði ykkur að fáránlega góðu. Ekki veitir af.

Hér má kynna sér gripinn náið.

 
Kaktuz — Saga
 
Kaktuz — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Fannar Númason Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
        1, 2, 3 ... , 180, 181, 182